Segir aukna eftirspurn eftir fituflutningsaðgerðum í kinnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 19:16 Þórdís segir ólíklegt að aðgerð sem gengur út á að fjarlægja fitu úr kinnum fari í tísku. Sýn Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá læknahúsinu Dea Medica segist finna fyrir talsverðri aukningu lýtaaðgerða sem ganga út á að fjarlægja brjóstapúða og setja eigin fitu í staðinn. Þá furðar hún sig á aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að fjarlægja fitu úr kinnum. Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Fleiri fréttir Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent