Gervigreind og hröð og hæg hugsun Þorsteinn Siglaugsson skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Tækni Mest lesið Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun