Gervigreind og hröð og hæg hugsun Þorsteinn Siglaugsson skrifar 28. nóvember 2023 20:01 Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Tækni Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt gervigreindarbloggaranum Alberto Romero var upphafið að þeirri atburðarás sem átti sér stað innan OpenAI fyrirtækisins, sem þróar ChatGPT mállíkanið, fyrir um 10 dögum síðan líklega tengt ágreiningi varðandi nýja Q* (Q-Star) líkanið sem er talið geta leyst flókin stærðfræðileg vandamál, eitthvað sem núverandi stóru tungumálalíkön geta ekki gert. Forstjórinn, Sam Altman, var fyrst rekinn af stjórninni, en ráðinn aftur fáum dögum síðar og nánast öllum stjórnarmönnum skipt út. Að mati Romerosendurspeglar þessi atburður djúpstæðan ágreining milli yfirlýsts markmiðs fyrirtækisins um að þróa örugga gervigreind sem gagnast öllu mannkyni og þeirrar almennu stefnu tæknifyrirtækja að vera í fremstu röð á sínu sviði við þróun og markaðssetningu nýjunga. Þetta er kannski dæmigert fyrir það sem getur gerst þegar fyrirtæki setur sér mótsagnakennd markmið. Hvað er Q* líkanið? Fyrir nokkrum dögum birti Andrej Karpathy, sérfræðingur hjá OpenAI, myndband þar sem hann útskýrir stóru tungumálalíkönin, hvað þau eru, hvernig þau virka og hvernig þau kunna að þróast. Þetta myndband er eiginlega skylduáhorf fyrir alla sem vilja fá greinargott yfirlit yfir þessa nýju tækni. Meðal annars ræðir Karpathy Q* líkanið og mikilvægi þess. Hann lýsir getu þess með því að vísa til aðgreiningar Daniels Kahnemann milli hraðrar og hægrar hugsunar, eða þess sem hann nefnir "System 1" og "System 2" hugsun. Dæmi um "System 1" hugsun er þegar við leggjum saman tvo og tvo. Við svörum strax, notum upplýsingar sem eru til staðar í huga okkar, í skammtímaminninu. En ef dæmið er 24*47 er, geta fæstokkar svarað strax. Við þurfum að fara í "System 2", "hægu" hugsunina til þess. Eins og Karpathy útskýrir, færir Q* verkefnið stórt tungumálalíkan yfir á stig "System 2" hugsunar. Þetta er mikil framför í getu slíks líkans og markvert skref í átt að svonefndri almennri gervigreind, líkani sem stendur okkur langtum framar í getu til rökhugsunar. Það hljómar ekki ósennilega að ótti við afleiðingar þessarar þróunar og vantraust á áætlunum Altmansum hana hafi legið að baki ákvörðun stjórnarinnar. Það sem stjórnin virðist hins vegar ekki hafa áttað sig á er að á endanum býr þekkingin sem knýr fyrirtækið í hugum starfsmanna og stjórnenda, og ný tækni, hversu ógnvekjandi sem hún kann að virðast, gufar ekki upp, sama hvað stjórn eins fyrirtækis ákveður, jafnvel þótt ákvörðunin leiddi til upplausnar fyrirtækisins. Hvernig getum við brugðist við? Stóru mállíkönin munu halda áfram að þróast ogbreyta lífi okkar og við höfum aðeins séð glitta í blátoppinn á þeim ísjaka. Fram að þessu hafa líkönin aðeins verið fær um "System 1" hugsun, og samt hef ég sannreynt að þau hafa nú þegar umtalsverða getu til að meta jafnvel flóknar röklegar greiningar. Fljótlega verður þessi geta langtum meiri. Hvernig getum við brugðist við? Einu raunhæfu viðbrögðin eru þau að við gerum okkar besta til að efla okkar eigin hugsun og nýtum þessa nýju tækni til þess: Við verðum að styrkja okkar eigin málskilning og tjáningarhæfni eins og kostur er. Við verðum að efla okkar eigin getu til gagnrýninnar hugsunar. Við verðum að þjálfa okkur markvisst í samskiptum við mállíkönin. Þetta gerir enginn fyrir okkur. Við verðum að gera það sjálf, hvert og eitt. Það er verkefnið framundan. Höfundur er ráðgjafi og stjórnendaþjálfari, https://thinksharper.net.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun