Vitni í Jenin eru sögð hafa greint frá háværum sprengingum og drónum yfir borginni.
Al Jazeera hefur einnig sagt frá því að Ísraelsher hafi ráðist inn í al-Jalazone flóttamannabúðirnar norður af Ramallah og al-Askar flóttamannabúðirnar í borginni Nablus.
Fréttastofan Wafa segir herinn hafa skotið táragasi að íbúum og heimilium í Jenin. Þá er haft eftir framkvæmdastjóra sjúkrahúss í borginni að hermenn hafi verið inni á spítalanum og að leitað hafi verið á starfsmönnum.
Wafa hefur einnig eftir stjórnanda annars sjúkrahúss að það hafi verið umkringt af hernum.
Guardian greinir frá en getur þess að fregnirnar hafi ekki verið staðfestar.
Samkvæmt AFP er nú rúmur sólahringur eftir af umsömdu hléi á átökum á Gasa og á þeim tíma munu að minnsta kosti ein fangaskipti eiga sér stað. Yfirvöld í Katar hafa hins vegar gefið út að þau vonist til þess að samningar náist um frekari framlengingu.
Hún er mjög háð því að Hamas samþykki að láta fleiri gísla lausa.
Ekkert bendir til þess að stjórnvöld í Ísrael hafi horfið frá þeim áætlunum sínum að hefja aðgerðir gegn Hamas á ný af fullum þunga þegar hléið tekur enda.