Samtök Koch-bræðra lýsa yfir stuðningi við Haley Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2023 11:04 Jafnvel þótt Haley eigi litla möguleika á því að sigra Trump verður hún að teljast álitlegur frambjóðandi árið 2028. Getty/Joe Raedle Americans for Prosperity Action, stjórnmálasamtök milljarðamæringana Charles og David Koch, hafa lýst yfir stuðningi við Nikki Haley í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Stuðningur við Haley hefur vaxið jafnt og þétt frá því að kosningabaráttan hófst og hún þykir hafa staðið sig vel í kappræðum frambjóðendanna. Hún er þó enn langt frá því að eygja raunhæfan möguleika á því að sigra Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem nýtur lang mests stuðnings samkvæmt öllum könnunum. Yfirlýsing Americans for Prosperity Action, sem gefin var út í gær, þykir líkleg til að þoka Haley nær því að ná Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og mögulega velta honum úr sessi sem helsta keppinaut Trump. Haley, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og var sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í stjórnartíð Trump, hefur sagt tíma Trump liðinn og tímabært að horfa til framtíðar. Americans for Prosperity Action deila þeirri afstöðu en samtökin hafa barist ötullega gegn Trump síðustu misseri. Það vekur athygli að Americans for Prosperity Action hafa hins vegar hingað til haft allt aðra afstöðu en Haley í utanríkismálum og hafa til að mynda ekki viljað blanda Bandaríkjunum í innrásina í Úkraínu. Samtökin segja hins vegar að Haley sé laus við þann bagga sem Trump lagði á herðar frambjóðenda Repúblikanaflokksins í síðustu þingkosningum og að Haley sem forsetaefni flokksins myndi auka stuðning við aðra frambjóðendur og laða til sín atkvæði hófsamra og óháðra kjósenda. Í minnisblaði sem birt var í gær segir að öfgar í báðar áttir séu að sundra Bandaríkjunum og Haley sé manneskjan til að forða landinu frá bjargbrúninni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Stuðningur við Haley hefur vaxið jafnt og þétt frá því að kosningabaráttan hófst og hún þykir hafa staðið sig vel í kappræðum frambjóðendanna. Hún er þó enn langt frá því að eygja raunhæfan möguleika á því að sigra Donald Trump, fyrrverandi forseta, sem nýtur lang mests stuðnings samkvæmt öllum könnunum. Yfirlýsing Americans for Prosperity Action, sem gefin var út í gær, þykir líkleg til að þoka Haley nær því að ná Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, og mögulega velta honum úr sessi sem helsta keppinaut Trump. Haley, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og var sendifulltrúi Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar í stjórnartíð Trump, hefur sagt tíma Trump liðinn og tímabært að horfa til framtíðar. Americans for Prosperity Action deila þeirri afstöðu en samtökin hafa barist ötullega gegn Trump síðustu misseri. Það vekur athygli að Americans for Prosperity Action hafa hins vegar hingað til haft allt aðra afstöðu en Haley í utanríkismálum og hafa til að mynda ekki viljað blanda Bandaríkjunum í innrásina í Úkraínu. Samtökin segja hins vegar að Haley sé laus við þann bagga sem Trump lagði á herðar frambjóðenda Repúblikanaflokksins í síðustu þingkosningum og að Haley sem forsetaefni flokksins myndi auka stuðning við aðra frambjóðendur og laða til sín atkvæði hófsamra og óháðra kjósenda. Í minnisblaði sem birt var í gær segir að öfgar í báðar áttir séu að sundra Bandaríkjunum og Haley sé manneskjan til að forða landinu frá bjargbrúninni. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira