Ákvörðun UEFA kom vallarstjóra Laugardalsvallar á óvart: „Virkilegt högg“ Aron Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2023 11:10 Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar Vísir/Arnar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir það hafa verið virkilegt högg fyrir sig og starfsfólk vallarins í gærkvöldi þegar að þau fengu veður af ákvörðun Evrópska knattspyrnusambandsins að færa leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu af vellinum yfir á Kópavogsvöll. Margra vikna vinn er nú farin í súginn og segir Kristinn að vel hefði verið hægt að spila leikinn á Laugardalsvelli sem sé í mjög góðu ásigkomulagi. Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Ákvörðunin kom vallarstarfsmönnum Laugardalsvallar, sem hafa lagt ómælda vinnu í að halda vellinum leikhæfum undanfarna mánuði, í opna skjöldu. „Ástand vallarins er mjög gott. Mín skoðun er sú að við hefðum hiklaust geta spilað hérna klukkan eitt á morgun. Við hefðum einnig geta spilað hérna hálf fjögur. Það hefði verið erfiðara annað kvöld en aðstæður á Laugardalsvelli eru mjög góðar. „Ákvörðunin er bara tekin af UEFA seint í gær. Þeir töldu að völlurinn væri ekki 100% öruggur á leikdag. Ákvörðunin þeirra byggir á því,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Ákvörðun sem kemur mjög á óvart Mættu þá einhverjir matsmenn á vegum UEFA og könnuðu ástand Laugardalsvallar eða hvernig fer þessi ákvörðunartaka fram? „Nei. Ég hef allavegana ekki séð neina matsmenn hér. Við erum vissulega búin að vera í stöðugu sambandi við UEFA varðandi vallaraðstæður hér síðustu tíu daga. Höfum upplýst þá um veðurspár og okkar áhyggjur eða sjónarmið á því hvenær væri best að spila leikinn. Þeir fylgdust því með og mátu það greinilega þannig að besta niðurstaðan fyrir leikinn væri að færa hann af Laugardalsvelli.“ Er þetta ákvörðun sem þú ert sammála? Hefði verið hægt að spila þennan leik á Laugardalsvelli? „Ákvörðunin kom mér mjög á óvart því þú ert að færa leik af grasvelli klukkan átta um kvöld yfir á gervigrasvöll klukkan eitt um daginn. Þarna er um mikið bil að ræða. Það var, að mínu mati, hægt að skoða aðra möguleika áður en menn komust að þessari niðurstöðu.“ Þriggja vikna vinna til einskis Vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa vaktað leikflötinn sólarhringum saman undanfarnar vikur. Þá hefur verið lagt í mikinn kostnað við að fá hingað til lands svokallaða hitapulsu til þess að breiða yfir völlinn og verja hann. Hitapulsan sem hefur hulið Laugardalsvöll. Vísir/Arnar Þann 9. nóvember síðastliðinn fór síðast fram leikur á Laugardalsvelli. Það var leikur Breiðabliks og Gent í riðlakeppninni og því mætti segja að vinna vallarstarfsmanna Laugardalsvallar síðustu þriggja vikna sé farin í súginn. Hvert er ástand vallarins núna? „Ástand vallarins er mjög gott. Mín skoðun er sú að við hefðum hiklaust geta spilað hérna klukkan eitt á morgun. Við hefðum einnig geta spilað hérna hálf fjögur. Það hefði verið erfiðara annað kvöld en aðstæður á Laugardalsvelli eru mjög góðar. Þessi niðurstaða kom mér og starfsfólki Laugardalsvallar því mjög á óvart.“ Horfandi á það hversu mikla vinnu þið hafið lagt á ykkur við að halda Laugardalsvelli leikhæfum, hvernig tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar ákvörðun hefur verið tekin um að færa leikinn af vellinum? „Þetta var virkilegt högg í gærkvöldi. Bara svona í ljósi þeirra vinnu og þeim tíma sem við höfum varið í að halda Laugardalsvelli leikhæfum. Þegar að stefndi í Breiðablik myndi tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á sínum tíma fór strax af stað undirbúningsvinna. Hún hófst ekki í síðustu viku, þetta hefur verið í gangi hjá okkur síðan í ágúst fyrr á þessu ári með ákveðnum framkvæmdum á vellinum.“ Undir hitapulsunni Vísir/Arnar „Ég breytti okkar áætlunum því við vissum að við yrðum með leiki á Laugardalsvelli út nóvember. Sú áætlun hefur gengið ótrúlega vel og við vorum vel á áætlun með völlinn. Það' hefði verið frábært að geta endað þetta álag á leik hérna á Laugardalsvelli á morgun. Því miður verður það ekki raunin.“ Nú hefst vinna við að koma Laugardalsvelli í vetrardvala ekki eru fleiri leikir á dagskrá vallarins fyrr en á næsta ári. „Við gengum frá aðeins í gær þessum helstu hlutum og fórum heim. Núna tekur við frágangur næstu daga fram í næstu viku. Það þarf að koma vellinum í vetrarbúning.“ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Ákvörðunin kom vallarstarfsmönnum Laugardalsvallar, sem hafa lagt ómælda vinnu í að halda vellinum leikhæfum undanfarna mánuði, í opna skjöldu. „Ástand vallarins er mjög gott. Mín skoðun er sú að við hefðum hiklaust geta spilað hérna klukkan eitt á morgun. Við hefðum einnig geta spilað hérna hálf fjögur. Það hefði verið erfiðara annað kvöld en aðstæður á Laugardalsvelli eru mjög góðar. „Ákvörðunin er bara tekin af UEFA seint í gær. Þeir töldu að völlurinn væri ekki 100% öruggur á leikdag. Ákvörðunin þeirra byggir á því,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Ákvörðun sem kemur mjög á óvart Mættu þá einhverjir matsmenn á vegum UEFA og könnuðu ástand Laugardalsvallar eða hvernig fer þessi ákvörðunartaka fram? „Nei. Ég hef allavegana ekki séð neina matsmenn hér. Við erum vissulega búin að vera í stöðugu sambandi við UEFA varðandi vallaraðstæður hér síðustu tíu daga. Höfum upplýst þá um veðurspár og okkar áhyggjur eða sjónarmið á því hvenær væri best að spila leikinn. Þeir fylgdust því með og mátu það greinilega þannig að besta niðurstaðan fyrir leikinn væri að færa hann af Laugardalsvelli.“ Er þetta ákvörðun sem þú ert sammála? Hefði verið hægt að spila þennan leik á Laugardalsvelli? „Ákvörðunin kom mér mjög á óvart því þú ert að færa leik af grasvelli klukkan átta um kvöld yfir á gervigrasvöll klukkan eitt um daginn. Þarna er um mikið bil að ræða. Það var, að mínu mati, hægt að skoða aðra möguleika áður en menn komust að þessari niðurstöðu.“ Þriggja vikna vinna til einskis Vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa vaktað leikflötinn sólarhringum saman undanfarnar vikur. Þá hefur verið lagt í mikinn kostnað við að fá hingað til lands svokallaða hitapulsu til þess að breiða yfir völlinn og verja hann. Hitapulsan sem hefur hulið Laugardalsvöll. Vísir/Arnar Þann 9. nóvember síðastliðinn fór síðast fram leikur á Laugardalsvelli. Það var leikur Breiðabliks og Gent í riðlakeppninni og því mætti segja að vinna vallarstarfsmanna Laugardalsvallar síðustu þriggja vikna sé farin í súginn. Hvert er ástand vallarins núna? „Ástand vallarins er mjög gott. Mín skoðun er sú að við hefðum hiklaust geta spilað hérna klukkan eitt á morgun. Við hefðum einnig geta spilað hérna hálf fjögur. Það hefði verið erfiðara annað kvöld en aðstæður á Laugardalsvelli eru mjög góðar. Þessi niðurstaða kom mér og starfsfólki Laugardalsvallar því mjög á óvart.“ Horfandi á það hversu mikla vinnu þið hafið lagt á ykkur við að halda Laugardalsvelli leikhæfum, hvernig tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar ákvörðun hefur verið tekin um að færa leikinn af vellinum? „Þetta var virkilegt högg í gærkvöldi. Bara svona í ljósi þeirra vinnu og þeim tíma sem við höfum varið í að halda Laugardalsvelli leikhæfum. Þegar að stefndi í Breiðablik myndi tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á sínum tíma fór strax af stað undirbúningsvinna. Hún hófst ekki í síðustu viku, þetta hefur verið í gangi hjá okkur síðan í ágúst fyrr á þessu ári með ákveðnum framkvæmdum á vellinum.“ Undir hitapulsunni Vísir/Arnar „Ég breytti okkar áætlunum því við vissum að við yrðum með leiki á Laugardalsvelli út nóvember. Sú áætlun hefur gengið ótrúlega vel og við vorum vel á áætlun með völlinn. Það' hefði verið frábært að geta endað þetta álag á leik hérna á Laugardalsvelli á morgun. Því miður verður það ekki raunin.“ Nú hefst vinna við að koma Laugardalsvelli í vetrardvala ekki eru fleiri leikir á dagskrá vallarins fyrr en á næsta ári. „Við gengum frá aðeins í gær þessum helstu hlutum og fórum heim. Núna tekur við frágangur næstu daga fram í næstu viku. Það þarf að koma vellinum í vetrarbúning.“
Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira