Gagnrýna seinagang ríkisstjórnarinnar: „Hvaða endemis della er þetta?“ Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2023 18:30 Stjórnarandstöðuþingmenn eru ekki sáttir. Vísir/Vilhelm Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðu stigu í pontu Alþingis síðdegis til að gagnrýna vinnubrögð ríkisstjórnarinnar en þingflokksformenn fengu skilaboð um kvöldmatarleytið í gær um að til stæði að taka fyrir 56 blaðsíðna frumvarp umhverfisráðherra í dag sem meðal annars inniheldur fjórtán ESB lagagerðir. Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þingmennirnir voru einhuga um að þetta væru ófagleg vinnubrögð sem byðu hættunni heim þegar stór mál sem þetta sé tekið fyrir í miklum flýti. Mistök við slíkar aðstæður væru fyrirsjáanleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins kallaði Sjálfstæðisflokkinn Brusselflokkinn og flokksbróðir hans, Bergþór Ólason, var allt annað en ánægður með vinnubrögðin. „Það er auðvitað alveg forkastanlegt að mál eins og þetta sé að koma hér inn í þingið ellefu dögum fyrir áætlaða jólafrestun þingsins og með kröfum um að það sé klárað fyrir árámót. Hvaða endemis della er þetta? Burtséð frá því hver afstaða þingmanna er til málsins.“ Ekki í fyrsta skiptið Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, var sama sinnis. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem slík vinnubrögð væru viðhöfð. „Þetta er viðverandi vandamál að það er ætlast til þess að þingið klári einhver risastór mál á handahlaupum út af því að við fáum málin ekki tímanlega frá ráðuneytinu. Við erum búin að vera hérna núna í marga mánuði með eiginlega engin mál frá ríkisstjórninni. Það er ekkert búið að vera að frétta af ríkisstjórnarmálum, þingmannamál eru búin að halda þinginu hérna gangandi. Svo þegar koma mál sem eiga að vera dagsetningarmál, risastór mál, fjórtán EES-gerðir, þá eigum við að afgreiða það á handahlaupum.“ Þetta bjóði upp á mistök og það sé ólíðandi að slík mál séu unnin ófaglega. „Ég skil ekki hvernig stendur á því að ríkisstjórnin og ráðherrar geta ekki tryggt það að málin þeirra komi til þingsins tímanlega til þess að við getum afgreitt þau á faglegan máta. Það er óþolandi,“ sagði Halldóra og uppskar heyr, heyr úr þingsal.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Miðflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira