„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 20:00 Sunna Jónsdóttir er spennt að hitta strákinn á morgun. Vísir Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er ein þeirra en hún er svo heppinn að sonur hennar er á leiðinni til Stafangurs og verður í stúkunni er Ísland mætir Slóveníu á morgun. „Þetta er skrýtið og örugglega erfiðara fyrir mig en hann. Hann er nú á leiðinni núna, fimm ára, og er mjög spenntur. Það verður gaman að sjá hann,“ segir Sunna. Klippa: Örugglega erfiðara fyrir mig en hann Þórey Anna Ásgeirsdóttir á einn tveggja ára. „Ég ætla ekkert að skafa af því – þetta er erfitt á köflum. En svo er maður bara að reyna að njóta þess að vera hér, að vera í núinu,“ „Ég er líka það ótrúlega heppin að eiga góða í kringum mig sem leyfa mér að stunda það sem ég elska og eru til staðar fyrir mann.“ segir Þórey Anna sem þakkar fyrir það að tæknin leyfi henni að hringja heim. „Það er alveg nauðsynlegt. Sem betur fer er tæknin orðin eins og hún er í dag,“ segir Þórey Anna. „Ég veit ekki hvernig fólk gerði þetta hérna áður fyrr en ég er mjög þakklát fyrir þetta.“ Kemst inn í rútínuna Nafna hennar Þórey Rósa Stefánsdóttir kveðst hafa þótt það erfitt áður en hún fór út með landsliðinu. „Það er alveg erfitt, ég viðurkenni það. Vitandi það að maður sé að fara í þriggja vikna plús langa ferð er það eiginlega erfiðara áður en maður fór. En þegar maður er kominn af stað fer maður inn í rútínuna hér,“ segir Þórey Rósa. Hún tekur undir með nöfnu sinni að þakka tækninni fyrir en ekki var eins einfalt að hringja heim síðast þegar hún var á stórmóti fyrir um áratug síðan. „Eins og ég nefndi með samfélagsmiðla og svoleiðis, er auðveldara að hringja heim núna og eiga vídéósamtal. Maður veit að þau eru í góðum höndum heima og það verður svo gaman að koma heim í jólin með þeim,“ segir Þórey Rósa. Þær Sunna, Þórey Anna og Þórey Rósa verða í eldlínunni þegar Ísland mætir Slóveníu í fyrsta leik riðlakeppninnar á HM á morgun. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira