Mannúð fyrir jólin Inga Sæland skrifar 30. nóvember 2023 11:01 Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð. Öryrkjar lifa einnig lang flestir við fátækt þar sem greiðslur almannatrygginga til þeirra eru langt undir framfærsluþörf. Því er kaldhæðnislegt til þess að vita að öryrkjar sem búa við sára fátækt skuli vera skelfingu lostnir yfir því að verða 67 ára þar sem á einni nóttu verða þeir ekki einungis fullfrískir því þeir teljast ekki öryrkjar lengur, heldur missa allt sem heitir aldurstengd örorka. Þannig geta greiðslur til þeirra lækkað um tæpar 30 þúsund kr. á mánuði af tekjum sem eru langt frá því að vera mannsæmandi fyrir nokkurn einstakling. Það eru ekki einungis „fyrrverandi“ öryrkjar sem eru fastir í þessu mannvonskukerfi, heldur er ráðist af mikilli grimmd á fullorðnar konur sem hafa eytt allri sinni starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Konur sem áunnu sér engin lífeyrissjóðsréttindi og lifa eingöngu á berstrípaðri framfærslu almannatrygginga eins og hún er nú gæfuleg. Það eru engin rök, engin einustu rök sem mögulega geta réttlætt slíkan óþverraskap stjórnvalda sem hafa með vitund og vilja fest þennan viðkvæma hóp í sárafátækt. Við í Flokki fólksins höfum barist eins og grenjandi ljón fyrir bættum kjörum og breyttu hugarfari stjórnvalda gagnvart þessum viðkvæmustu þjóðfélagshópum. Eftir óbilandi margra ára baráttu okkar hafa öryrkjar fengið greiddan jólabónus fyrir tvenn sl. jól og munu til allrar hamingju einnig fá hann greiddan fyrir þessi jól. Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn rúmum 66.000 krónum skatta og skerðingarlaust. Hins vegar hefur sárafátækasta eldra fólkið verið skilið útundan fram til þessa. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram breytingatillögur við fjáraukann sem kveða á um að þeir efnaminnstu sem náð hafa 67 ára aldri fái einnig þennan jólabónus. Við höfum krafist þess að þetta óverjandi óréttlæti sé leiðrétt en 34 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna , þ.e Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingrinnar Græns framboðs, höfnuðu því einróma í atkvæðagreiðslu um málið okkar fyrir sl. jól. Flokkur fólksins gefur þeim enn eitt tækifærið til að sjá sig um hönd og sýna þessu fólki gæsku í stað mannvonsku. Ég mun enn og aftur koma með breytingatillögu við fjáraukann, um að eldra fólk sem einungis hefur greiðslur almannatrygginga til að lifa af, fái sambærilegan skatta og skerðingalausan jólabónus og öryrkjar. Um er að ræða tæplega 2100 einstaklinga og mun kostnaðurinn af því vera um 138 milljónir króna. Þegar litið er til þess fjárausturs sem stjórnvöldum virðist svo tamt að stunda, þá er með öllu óskiljanlegt að þau neiti eldra fólki í sárri fátækt um jólabónus sem myndi skipta sköpum fyrir þau til að geta tekið að einhverju leiti þátt í jólunm með okkur hinum. Fátækt er þjóðarskömm og stjórnvöld sem gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir örbirgð í samfélaginu og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa eru stjórnvöld sem eru ekki bær til stjórna. Höfundur er formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Eldri borgarar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Flokkur fólksins Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga tilheyra þeim þjóðfélagshópi sem haldið er í sárri fátækt og búa við algjöra neyð. Öryrkjar lifa einnig lang flestir við fátækt þar sem greiðslur almannatrygginga til þeirra eru langt undir framfærsluþörf. Því er kaldhæðnislegt til þess að vita að öryrkjar sem búa við sára fátækt skuli vera skelfingu lostnir yfir því að verða 67 ára þar sem á einni nóttu verða þeir ekki einungis fullfrískir því þeir teljast ekki öryrkjar lengur, heldur missa allt sem heitir aldurstengd örorka. Þannig geta greiðslur til þeirra lækkað um tæpar 30 þúsund kr. á mánuði af tekjum sem eru langt frá því að vera mannsæmandi fyrir nokkurn einstakling. Það eru ekki einungis „fyrrverandi“ öryrkjar sem eru fastir í þessu mannvonskukerfi, heldur er ráðist af mikilli grimmd á fullorðnar konur sem hafa eytt allri sinni starfsævi sem heimavinnandi húsmæður. Konur sem áunnu sér engin lífeyrissjóðsréttindi og lifa eingöngu á berstrípaðri framfærslu almannatrygginga eins og hún er nú gæfuleg. Það eru engin rök, engin einustu rök sem mögulega geta réttlætt slíkan óþverraskap stjórnvalda sem hafa með vitund og vilja fest þennan viðkvæma hóp í sárafátækt. Við í Flokki fólksins höfum barist eins og grenjandi ljón fyrir bættum kjörum og breyttu hugarfari stjórnvalda gagnvart þessum viðkvæmustu þjóðfélagshópum. Eftir óbilandi margra ára baráttu okkar hafa öryrkjar fengið greiddan jólabónus fyrir tvenn sl. jól og munu til allrar hamingju einnig fá hann greiddan fyrir þessi jól. Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn rúmum 66.000 krónum skatta og skerðingarlaust. Hins vegar hefur sárafátækasta eldra fólkið verið skilið útundan fram til þessa. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram breytingatillögur við fjáraukann sem kveða á um að þeir efnaminnstu sem náð hafa 67 ára aldri fái einnig þennan jólabónus. Við höfum krafist þess að þetta óverjandi óréttlæti sé leiðrétt en 34 þingmenn ríkisstjórnarflokkanna , þ.e Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingrinnar Græns framboðs, höfnuðu því einróma í atkvæðagreiðslu um málið okkar fyrir sl. jól. Flokkur fólksins gefur þeim enn eitt tækifærið til að sjá sig um hönd og sýna þessu fólki gæsku í stað mannvonsku. Ég mun enn og aftur koma með breytingatillögu við fjáraukann, um að eldra fólk sem einungis hefur greiðslur almannatrygginga til að lifa af, fái sambærilegan skatta og skerðingalausan jólabónus og öryrkjar. Um er að ræða tæplega 2100 einstaklinga og mun kostnaðurinn af því vera um 138 milljónir króna. Þegar litið er til þess fjárausturs sem stjórnvöldum virðist svo tamt að stunda, þá er með öllu óskiljanlegt að þau neiti eldra fólki í sárri fátækt um jólabónus sem myndi skipta sköpum fyrir þau til að geta tekið að einhverju leiti þátt í jólunm með okkur hinum. Fátækt er þjóðarskömm og stjórnvöld sem gera ekki allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir örbirgð í samfélaginu og rétta þeim hjálparhönd sem þurfa eru stjórnvöld sem eru ekki bær til stjórna. Höfundur er formaður Flokks fólksins.
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar