Egill varar við knáum stöðumælavörðum Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2023 11:25 Egill Helgason segir leikinn hafa gerbreyst, stöðumælaverðir eru fljótari í förum, yfirferð þeirra er meiri og líkurnar hafi aukist á sekt sem því nemur. vísir/vilhelm Egill Helgason sjónvarpsmaður, einn þekktasti miðborgarmaður sem um getur, hefur séð sig tilneyddan að senda út sérstakan varúðarpóst, þar sem hann varar við snörum stöðumælavörðum. „Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira
„Varúð! Leikurinn hefur gerbreyst,“ segir Egill. Hann segir að nú þurfi stöðumælaverðir ekki lengur að skrifa miða til að setja á bíla sem þeir sekta heldur eru þeir með þar til gerða miða sem þeir lími á rúðuna. Þetta þýði að þeir eru miklu fljótari í förum, yfirferð þeirra meiri og líkurnar á sekt hafa aukist sem þessu nemur. „Sjálfur hef ég lent í þessu tvisvar síðustu daga, borgaði með appinu Easy Park en var aðeins of seinn í bílinn í bæði skiptin. Og fékk sektir. Bara til að láta ykkur vita að það eru engin grið. Maður þarf svo að fara í heimabanka eða Ísland.is til að athuga hversu þunga sekt maður fær, það eru engar upplýsingar lengur á miðanum.“ Þegar hefur myndast mikil umræða um varúðarorð Egils en einungis 40 mínútur eru síðan hann vakti athygli á þessari breyttu stöðu. Ofbeldi á íbúum vesturbæjar Svo virðist sem breytt fyrirkomulag stöðumælasekta sé að gera fólki afar gramt í geði en nýlega var tekið upp á því að sekta bíla í miðborginni til klukkan 21 að kvöldi til, auk þess sem tekin hefur verið upp gjaldskylda á sunnudögum og hefur verið kvartað undan þessu, að gestir íbúa í miðborginni megi búast við því að vera sektaðir. Þá birti Geir Birgir Guðmundsson póst í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem hann kvartar undan ofríki Bílastæðasjóðs. Hann telur þar menn fara alltof bratt í breytingar, sem reyndar íbúar Hólavallagötu höfðu kallað eftir. „Hér þarf að taka til hendi og mótmæla þessu ofbeldi á íbúum í vesturbæ Reykjavíkur í boði borgarstjórnar með breytingu á stöðumælaskyldu utan venjulegs vinnutíma,“ skrifar Geir Birgir. Gjaldið hefur snarhækkað Hann segir að fyrir þremur árum hafi þeir íbúar við Hólavallagötu farið fram á að sett yrði upp gjaldskylda við götuna sökum þess að nánast öll bílastæði þar voru tekin af fólki sem starfar í miðborginni frá klukkan níu til fimm. „Í framhaldinu var okkur boðin svokölluð íbúakor, teitt gjaldfrítt stæði fyrir hverja íbúð, og var greiðslan þá kr. 7.000 fyrir árið, en nú þremur árum seinna er þetta gjald orðið kr. 30.000 fyrir árið.“ Og ekki nóg með það, heldur var gjaldskyldutíminn lengdur til klukkan 21 að kvöldi til sem þýðir að gestir sem komi í heimsókn þurfi að greiða í mæli til að komast hjá sektum.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Tengdar fréttir Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Sjá meira
Telur hækkun bílastæðagjalda líklega brot á jafnræðissjónarmiðum Sigríður Á. Andersen lögmaður, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir hækkun bílastæðagjalda harðlega og telur hana til marks um skeytingarleysi í stjórnsýslu borgarinnar. 30. júní 2023 11:00