KSÍ vill að ríkið taki þátt í að greiða fyrir pylsuna Aron Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2023 15:58 KSÍ hefur sent inn umsókn til fjárlaganefndar Alþingis Vísir/Samsett mynd Knattspyrnusamband Íslands hefur formlega óskað eftir aðkomu íslenska ríkisins að fjármögnun á leigu sambandsins á hitapylsunni svokölluðu sem notuð hefur verið til að gera Laugardalsvöll, þjóðarleikvang Íslendinga, leikfæran fyrir leikina sem fram hafa farið á vellinum núna undanfarnar vikur. Fjárhagsáætlun í tenglsum við leiguna á hitapylsunni hljómar upp á 40 til 45 milljónir króna en nú þegar hefur hún verið notuð til þess að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu sem og kvennalandsleik sem fór fram á vellinum þann 31. október síðastliðinn. Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í dag átti að fara fram á vellinum en var á síðustu stundu færður yfir á Kópavogsvöll. Ekki eru fleiri leikir á dagskrá Laugardalsvallar á næstunni og því hlutverki hitapylsunnar hér á landi lokið. Í umsókn sem KSÍ sendir inn til Fjárlaganefndar Alþingis skrifar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins: „Við búum við nýjan veruleika í knattspyrnunni í Evrópu, þar á meðal hér á landi. UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) hefur lengt mótin og nú er svo komið að reikna þarf með að hægt sé að leika knattspyrnu allt árið um kring. Á þetta við um A landslið og félagslið, karla og kvenna. Auðvitað viljum við fara í framkvæmdir og nota fjármuni í það, frekar en leigu en það náðist ekki í haust og því var hitapylsan það eina sem hægt var að gera.“ Ekki sé vitað um neitt annað land í Evrópu sem sé í þeirri stöðu sem Ísland finnur sig í núna er varðar aðbúnað þjóðarleikvangs. „Við erum þess einnig fullviss að ekkert sérsamband hér á landi hafi þurft að greiða tugi milljóna til þess að gera Þjóðarhöll/Þjóðarleikvang leikfæran. Það er ekki réttlátt að KSÍ þurfi að gera það, eitt sérsambanda.“ KSÍ Laugardalsvöllur Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Fjárhagsáætlun í tenglsum við leiguna á hitapylsunni hljómar upp á 40 til 45 milljónir króna en nú þegar hefur hún verið notuð til þess að gera Laugardalsvöll leikfæran fyrir leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu sem og kvennalandsleik sem fór fram á vellinum þann 31. október síðastliðinn. Leikur Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í dag átti að fara fram á vellinum en var á síðustu stundu færður yfir á Kópavogsvöll. Ekki eru fleiri leikir á dagskrá Laugardalsvallar á næstunni og því hlutverki hitapylsunnar hér á landi lokið. Í umsókn sem KSÍ sendir inn til Fjárlaganefndar Alþingis skrifar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður sambandsins: „Við búum við nýjan veruleika í knattspyrnunni í Evrópu, þar á meðal hér á landi. UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) hefur lengt mótin og nú er svo komið að reikna þarf með að hægt sé að leika knattspyrnu allt árið um kring. Á þetta við um A landslið og félagslið, karla og kvenna. Auðvitað viljum við fara í framkvæmdir og nota fjármuni í það, frekar en leigu en það náðist ekki í haust og því var hitapylsan það eina sem hægt var að gera.“ Ekki sé vitað um neitt annað land í Evrópu sem sé í þeirri stöðu sem Ísland finnur sig í núna er varðar aðbúnað þjóðarleikvangs. „Við erum þess einnig fullviss að ekkert sérsamband hér á landi hafi þurft að greiða tugi milljóna til þess að gera Þjóðarhöll/Þjóðarleikvang leikfæran. Það er ekki réttlátt að KSÍ þurfi að gera það, eitt sérsambanda.“
KSÍ Laugardalsvöllur Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira