Mannskæð skotárás í Jerúsalem Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 23:03 Þrír eru látnir og fjölmargir særðir eftir skotárás Hamas-liða í Jerúsalemborg í dag. EPA/Abir Sultan Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36