Segir af sér eftir að hafa verið blekktur af fulltrúum skáldaðs ríkis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2023 09:16 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúum Bandaríkja Kailasa tekst að blekka embættismenn. Getty Skrifstofustjóri landbúnaðarráðuneytis Paragvæ hefur sagt af sér eftir að hann lét gabba sig til að skrifa viljayfirlýsingu um samstarf við ríki sem er ekki til. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem forsvarsmönnum „ríkisins“ tekst að plata embættismenn upp úr skónum. Arnaldo Chamorro undirritaði viljayfirlýsinguna eftir fund hans og landbúnaðarráðherrans, Carlos Giménez, með fulltrúum Bandaríkja Kailasa. Um er að ræða skáldað ríki, sem er lýst sem endurreisn upplýsts samfélags hindúa um allan heim. Forsvarsmaður Bandaríkja Kailasa er gúrúinn Nithyananda, sem er eftirlýstur á Indlandi, meðal annars fyrir kynferðisglæpi. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. SPH Nithyananda Paramashivam, on behalf of the United States of KAILASA extends heartfelt congratulations to the resilient and vibrant people of Barbados on this joyful occasion of their Independence Day.#Barbados #KAILASA #Nithyananda #IndependenceDay pic.twitter.com/VAfCZu1wvm— KAILASA's PMO (@kailasa_pmo) November 30, 2023 Fyrrnefnd viljayfirlýsing varði samkomulag um mögulegan stuðning Paragvæ við Bandaríki Kailasa, viðurkenningu á sjálfstæði ríkisins og stuðning við ríkið hvað varðaði inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar og fleiri alþjóðleg samtök. Chamorro viðurkenndi í útvarpsviðtali að hann vissi ekki hvar ríkið væri í heiminum en hann hefði undirritað yfirlýsinguna þar sem fulltrúar Bandaríkja Kailasa hefðu boðist til að styðja Paragvæ í ýmsum málum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúum „ríkisins“ tekst að gabba embættismenn en í febrúar tóku þeir þátt í tveimur nefndarfundum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá viðurkenndu yfirvöld í Newark í New Jersey að þau hefðu verið göbbuð þegar þeir undirrituðu samkomulag um að verða vinaborg Kailasa. Paragvæ Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Arnaldo Chamorro undirritaði viljayfirlýsinguna eftir fund hans og landbúnaðarráðherrans, Carlos Giménez, með fulltrúum Bandaríkja Kailasa. Um er að ræða skáldað ríki, sem er lýst sem endurreisn upplýsts samfélags hindúa um allan heim. Forsvarsmaður Bandaríkja Kailasa er gúrúinn Nithyananda, sem er eftirlýstur á Indlandi, meðal annars fyrir kynferðisglæpi. Ekki er vitað hvar hann er niðurkominn. SPH Nithyananda Paramashivam, on behalf of the United States of KAILASA extends heartfelt congratulations to the resilient and vibrant people of Barbados on this joyful occasion of their Independence Day.#Barbados #KAILASA #Nithyananda #IndependenceDay pic.twitter.com/VAfCZu1wvm— KAILASA's PMO (@kailasa_pmo) November 30, 2023 Fyrrnefnd viljayfirlýsing varði samkomulag um mögulegan stuðning Paragvæ við Bandaríki Kailasa, viðurkenningu á sjálfstæði ríkisins og stuðning við ríkið hvað varðaði inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar og fleiri alþjóðleg samtök. Chamorro viðurkenndi í útvarpsviðtali að hann vissi ekki hvar ríkið væri í heiminum en hann hefði undirritað yfirlýsinguna þar sem fulltrúar Bandaríkja Kailasa hefðu boðist til að styðja Paragvæ í ýmsum málum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúum „ríkisins“ tekst að gabba embættismenn en í febrúar tóku þeir þátt í tveimur nefndarfundum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá viðurkenndu yfirvöld í Newark í New Jersey að þau hefðu verið göbbuð þegar þeir undirrituðu samkomulag um að verða vinaborg Kailasa.
Paragvæ Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira