Ísland verði að beita sér af krafti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2023 12:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni. EPA/Martin Divisek Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg. Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25