Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2023 14:33 Áætlað er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Ísraelar voru sannfærðir um að leiðtogar samtakanna hefðu ekki getu né vilja til að gera þessar árásir. Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð. Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44
Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03
Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36