Filipe Luís kveður eftir 20 ára feril Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 17:30 Filipe Luis dvaldi hjá Atletico Madrid í 9 ár og hampaði sex titlum með félaginu. Vísir/getty Filipe Luís hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan og langan feril. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem vinstri bakvörður í gullaldarliði Atlético Madrid, en hann hampaði einnig titlum með Chelsea, Flamengo og brasilíska landsliðinu. Filipe Luís hóf atvinnumannaferilinn sem framliggjandi miðjumaður með Figueriense í 3. deild Brasilíu árið 2003. Þaðan lá leiðin til úrugvæska félagsins Rentintas en hann lék aldrei leik með félaginu þau þrjú ár sem hann var þar. Luís var lánaður til Ajax og Real Madrid áður en hann fluttist endanlega til Deportivo La Coruna á Spáni. Þar greip hann athygli stórliðanna Atlético Madrid og síðar meir Chelsea en spiltími hans hjá félaginu var mjög takmarkaður og Luís dvaldist aðeins eitt tímabil á Englandi. Foi intenso, foi vitorioso, foi um torcedor dentro de campo. Fili, Filipinho, Filipe. Na voz da Maior Torcida do Mundo:“FILIPE LUÍS!” Um craque de leitura do futebol que é de outro planeta, que está nos livros de história de uma Nação. QUE PRIVILÉGIO! Com o Manto… pic.twitter.com/6KMT9wLZzZ— Flamengo (@Flamengo) November 30, 2023 Filipe Luís vann bæði spænsku og úrvalsdeildina, Copa del Rey, enska deildarbikarinn, Evrópudeildina tvisvar og í tvígang tapaði hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eftir rétt tæpan áratug hjá Atlético Madrid fluttist Luís aftur til heimalandsins Brasilíu og lék síðustu fjögur árin á ferlinum með Flamengo. Tími hans hjá félaginu átti eftir að reynast ansi sigursæll en á aðeins fjórum árum hampaði hann tíu titlum með Flamengo og endar ferilinn sem einn sigursælasti knattspyrnumaður Brasilíu. Landsliðsferillinn varð ekki eins langur enda verið í harðri samkeppni við menn á borð við Roberto Carlos og Marcelo allan ferilinn. Hann kom þó við sögu í sigrum Brasilíu á Álfukeppninni 2013 og Suður-Ameríku bikarnum 2019. Síðasti leikur hans með Flamengo fer fram 7. desember næstkomand gegn Sau Paulo á útivelli. Flamengo er enn í harðri titilbaráttu en þegar tvær umferðir eru eftir munar aðeins 3 stigum á þeim í 4. sætinu og Palmeiras í efsta sætinu. Brasilía Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Filipe Luís hóf atvinnumannaferilinn sem framliggjandi miðjumaður með Figueriense í 3. deild Brasilíu árið 2003. Þaðan lá leiðin til úrugvæska félagsins Rentintas en hann lék aldrei leik með félaginu þau þrjú ár sem hann var þar. Luís var lánaður til Ajax og Real Madrid áður en hann fluttist endanlega til Deportivo La Coruna á Spáni. Þar greip hann athygli stórliðanna Atlético Madrid og síðar meir Chelsea en spiltími hans hjá félaginu var mjög takmarkaður og Luís dvaldist aðeins eitt tímabil á Englandi. Foi intenso, foi vitorioso, foi um torcedor dentro de campo. Fili, Filipinho, Filipe. Na voz da Maior Torcida do Mundo:“FILIPE LUÍS!” Um craque de leitura do futebol que é de outro planeta, que está nos livros de história de uma Nação. QUE PRIVILÉGIO! Com o Manto… pic.twitter.com/6KMT9wLZzZ— Flamengo (@Flamengo) November 30, 2023 Filipe Luís vann bæði spænsku og úrvalsdeildina, Copa del Rey, enska deildarbikarinn, Evrópudeildina tvisvar og í tvígang tapaði hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eftir rétt tæpan áratug hjá Atlético Madrid fluttist Luís aftur til heimalandsins Brasilíu og lék síðustu fjögur árin á ferlinum með Flamengo. Tími hans hjá félaginu átti eftir að reynast ansi sigursæll en á aðeins fjórum árum hampaði hann tíu titlum með Flamengo og endar ferilinn sem einn sigursælasti knattspyrnumaður Brasilíu. Landsliðsferillinn varð ekki eins langur enda verið í harðri samkeppni við menn á borð við Roberto Carlos og Marcelo allan ferilinn. Hann kom þó við sögu í sigrum Brasilíu á Álfukeppninni 2013 og Suður-Ameríku bikarnum 2019. Síðasti leikur hans með Flamengo fer fram 7. desember næstkomand gegn Sau Paulo á útivelli. Flamengo er enn í harðri titilbaráttu en þegar tvær umferðir eru eftir munar aðeins 3 stigum á þeim í 4. sætinu og Palmeiras í efsta sætinu.
Brasilía Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira