Miskunnsamur samverji „tekinn af lífi“ af hermönnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. desember 2023 18:46 Fjölskylda mannsins sem réði örlögum tveggja manna sem hófu skothríð á biðskýli í Jerúsalem segir hann hafa verið tekinn af lífi af ísraelskum hermönnum. Óbreyttur borgari sem réði niðurlögum tveggja hryðjuverkamanna eftir að þeir hófu skothríð á biðskýli í Jerúsalemborg var drepinn af ísraelskum hermönnum sem héldu hann sjálfan vera hryðjuverkamann. Fjölskylda Yuval Doron Castleman segir hann hafa verið „tekinn af lífi.“ Hann var fluttur á sjúkrahús í Jerúsalem og lést þar stuttu fyrir miðnætti. „Yuval varð var við hryðjuverkaárás við veginn þar sem hann keyrði í vinnuna og stöðvaði bílinn til að stöðva hryðjuverkamennina,“ sagði fjölskylda mannsins í viðtali við Channel 13. Í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan má sjá árásina á biðskýlið. Vakin er athygli á því að myndefnið kunni að valda óhug. Surveillance camera footage shows the shooting attack at the entrance to Jerusalem this morning. Two people were killed, and at least seven others were hurt. Two off-duty soldiers and an armed civilian shot the terrorists dead. pic.twitter.com/CwucVb5IV7— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 30, 2023 „Hann sinnti áður herskyldu og var alltaf hetja, sá fyrsti til að stíga inn í og bjarga lífum. Það gerði hann einnig þarna,“ bættu þau við. „Enginn opinber aðili hefur haft samband við okkur. Við viljum vita nákvæmlega hvað gerðist. Í myndbandinu sést að hann hjólar í hryðjuverkamennina og tekur þá út. Svo skjóta þeir hann skyndilega,“ segir Moshe, faðir Yuvals. Í myndbandi af vettvangi sést Castleman kasta frá sér skotvopninu, leggjast á hnén, láta hendur upp í loft og æpa: „Ekki skjóta.“ Einn hermannanna á vettvangi skaut hann til bana stuttu seinna. Myndbandið kann að valda óhug. (!?) . @itamarbengvir ( ) : . pic.twitter.com/iWgrXKHrWw— Noni (@BiggNoni) November 30, 2023 „Þeir lásu ekki rétt í aðstæður. Ég get ekki verið dómari í þessu, hvað myndi ég hafa gert undir þessum kringumstæðum? En ég vil að þeir rannsaki þetta mál ítarlega og dragi ályktanir af því,“ segir Moshe líka. Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að skjóta fólk grunað um hryðjuverk til bana, hvort sem hætta stafi af þeim eður ei. Þingmaður í Knesset, löggjafarþingi Ísraels, birti mynd af einum hermanninum á samfélagsmiðla og kallaði hann hetju. Hann tók færsluna niður stuttu seinna þegar ljóst var að sá sem hann hefði skotið væri Ísraeli. Þingmaðurinn er öfgamaður og hefur verið bendlaður við árásir á palestínska borgara. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Fjölskylda Yuval Doron Castleman segir hann hafa verið „tekinn af lífi.“ Hann var fluttur á sjúkrahús í Jerúsalem og lést þar stuttu fyrir miðnætti. „Yuval varð var við hryðjuverkaárás við veginn þar sem hann keyrði í vinnuna og stöðvaði bílinn til að stöðva hryðjuverkamennina,“ sagði fjölskylda mannsins í viðtali við Channel 13. Í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan má sjá árásina á biðskýlið. Vakin er athygli á því að myndefnið kunni að valda óhug. Surveillance camera footage shows the shooting attack at the entrance to Jerusalem this morning. Two people were killed, and at least seven others were hurt. Two off-duty soldiers and an armed civilian shot the terrorists dead. pic.twitter.com/CwucVb5IV7— Emanuel (Mannie) Fabian (@manniefabian) November 30, 2023 „Hann sinnti áður herskyldu og var alltaf hetja, sá fyrsti til að stíga inn í og bjarga lífum. Það gerði hann einnig þarna,“ bættu þau við. „Enginn opinber aðili hefur haft samband við okkur. Við viljum vita nákvæmlega hvað gerðist. Í myndbandinu sést að hann hjólar í hryðjuverkamennina og tekur þá út. Svo skjóta þeir hann skyndilega,“ segir Moshe, faðir Yuvals. Í myndbandi af vettvangi sést Castleman kasta frá sér skotvopninu, leggjast á hnén, láta hendur upp í loft og æpa: „Ekki skjóta.“ Einn hermannanna á vettvangi skaut hann til bana stuttu seinna. Myndbandið kann að valda óhug. (!?) . @itamarbengvir ( ) : . pic.twitter.com/iWgrXKHrWw— Noni (@BiggNoni) November 30, 2023 „Þeir lásu ekki rétt í aðstæður. Ég get ekki verið dómari í þessu, hvað myndi ég hafa gert undir þessum kringumstæðum? En ég vil að þeir rannsaki þetta mál ítarlega og dragi ályktanir af því,“ segir Moshe líka. Ísraelsk öryggisyfirvöld hafa áður verið gagnrýnd fyrir að skjóta fólk grunað um hryðjuverk til bana, hvort sem hætta stafi af þeim eður ei. Þingmaður í Knesset, löggjafarþingi Ísraels, birti mynd af einum hermanninum á samfélagsmiðla og kallaði hann hetju. Hann tók færsluna niður stuttu seinna þegar ljóst var að sá sem hann hefði skotið væri Ísraeli. Þingmaðurinn er öfgamaður og hefur verið bendlaður við árásir á palestínska borgara.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira