„Hlakka til að berja aðeins á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 08:00 Díana Dögg er spennt fyrir því að berja á stjörnum franska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Hægri skyttan Díana Dögg Magnúsdóttir segir að það þýði ekki að dvelja við tap Íslands fyrir Slóveníu í fyrsta leik á HM í fyrradag. Afar spennandi verkefni gegn Frakklandi er fram undan í dag. Ísland tapaði á svekkjandi hátt fyrir Slóveníu í fyrsta leik og Díana Dögg segir að þar hafi orkuleysi kostað íslenska liðið eftir að hafa elt andstæðinga sína svo lengi. „Þetta afleit byrjun á mótinu en við náum sem betur fer að koma okkur aðeins til baka. En það er oft erfitt þegar mikil orka fer í að elta svona leiki, þá er erfitt að halda það út. Það er kannski þess vegna sem við endum með að tapa með sex mörkum,“ segir Díana sem segir að það þýði þó ekkert að pæla í þeim leik, skammt er stórra högga á milli. „Við verðum að hugsa strax um næsta leik og koma okkur í hann. Það þýðir ekki dvelja við þetta of lengi.“ Ekki hægt að nálgast leiki öðruvísi en að ætla sér sigur Frakkar eru verkefni dagsins. Díönu líst vel á að mæta einu sterkasta liði heims og ríkjandi Ólympíumeisturum. „Mér líst mjög vel á það. Ég hlakka til að berja aðeins á þeim. Við munum koma gíraðar og sterkar inn í þann leik.“ segir Díana sem segir jafnframt að Ísland fari pressulaust í leik við svo sterkt lið. Klippa: Hlakkar til að berja á Frökkunum „Við þurfum að fara þannig algjörlega inn í þennan leik, þær eru Ólympíumeistarar og eru eitt besta lið í heimi. En við eigum samt að horfa stórt á okkur sjálfar. Ef þær ætla eitthvað að slaka á þurfum við að nýta okkur það,“ „Ég vil vinna alla leiki og það skiptir engu máli á móti hverjum það er eða hversu stórt liðið er. Það er alltaf séns að vinna leiki, lottóið er einn á móti milljón og það er sama í handbolta. Þetta eina litla prósent getur alltaf unnið,“ segir Díana Dögg. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Ísland tapaði á svekkjandi hátt fyrir Slóveníu í fyrsta leik og Díana Dögg segir að þar hafi orkuleysi kostað íslenska liðið eftir að hafa elt andstæðinga sína svo lengi. „Þetta afleit byrjun á mótinu en við náum sem betur fer að koma okkur aðeins til baka. En það er oft erfitt þegar mikil orka fer í að elta svona leiki, þá er erfitt að halda það út. Það er kannski þess vegna sem við endum með að tapa með sex mörkum,“ segir Díana sem segir að það þýði þó ekkert að pæla í þeim leik, skammt er stórra högga á milli. „Við verðum að hugsa strax um næsta leik og koma okkur í hann. Það þýðir ekki dvelja við þetta of lengi.“ Ekki hægt að nálgast leiki öðruvísi en að ætla sér sigur Frakkar eru verkefni dagsins. Díönu líst vel á að mæta einu sterkasta liði heims og ríkjandi Ólympíumeisturum. „Mér líst mjög vel á það. Ég hlakka til að berja aðeins á þeim. Við munum koma gíraðar og sterkar inn í þann leik.“ segir Díana sem segir jafnframt að Ísland fari pressulaust í leik við svo sterkt lið. Klippa: Hlakkar til að berja á Frökkunum „Við þurfum að fara þannig algjörlega inn í þennan leik, þær eru Ólympíumeistarar og eru eitt besta lið í heimi. En við eigum samt að horfa stórt á okkur sjálfar. Ef þær ætla eitthvað að slaka á þurfum við að nýta okkur það,“ „Ég vil vinna alla leiki og það skiptir engu máli á móti hverjum það er eða hversu stórt liðið er. Það er alltaf séns að vinna leiki, lottóið er einn á móti milljón og það er sama í handbolta. Þetta eina litla prósent getur alltaf unnið,“ segir Díana Dögg. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira