Þorsteinn skaut á ráðherra: „Hann hefur aldrei mætt á landsleik“ Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2023 21:43 Þorsteinn Halldórsson stýrði Íslandi til 3. sætis í riðli liðsins í A-deild Þjóðadeildar og forðaði því frá falli í kvöld. Umspil bíður liðsins í febrúar en óljóst er hvar heimaleikur liðsins verður. Getty/Charlotte Tattersall Þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var kátur eftir sigurinn góða hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gegn Wales í kvöld. Hann skaut hins vegar um leið föstum skotum á Ásmund Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, vegna stöðunnar á þjóðarleikvangi Íslands. Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira
Sigurinn þýðir að Ísland spilar mikilvægan umspilsleik á heimavelli 28. febrúar en ljóst er að sá leikur getur ekki farið fram á Laugardalsvelli, eina þjóðarleikvangi Evrópu sem ekki er nothæfur á þeim árstíma. KSÍ skoðar nú hvaða möguleikar eru í boði erlendis. Í viðtali við RÚV eftir leikinn í Cardiff í kvöld var Þorsteinn spurður hvar Ísland myndi spila í febrúar: „Ég veit það ekki. Það væri gaman að spyrja íþróttamálaráðherra að því en nei, hann hefur aldrei séð fótboltalandsleik,“ sagði Þorsteinn. „Það væri áhugavert að hitta hann og spyrja hann um þessa hluti. Hann reyndar talar alltaf bara um þjóðarhöll og hefur aldrei minnst á þjóðarleikvang í neinni ræðu, hvar sem hann kemur. Hann hefur aldrei mætt á landsleik, þannig að ég veit ekki alveg hvernig við eigum að ná í hann,“ bætti hann við. „Frábært að nýir leikmenn skori“ Ísland átti erfitt uppdráttar framan af fyrri hálfleik í kvöld en Hildur Antonsdóttir náði að skora mikilvægt mark á 29. mínútu og Dilijá Ýr Zomers bætti við marki á 79. Mínútu, áður en Wales minnkaði muninn í blálok leiksins. Þorsteinn sagði íslensku stelpurnar hafa verið „hálfragar“ í upphafi leiks en unnið sig út úr því: „Auðvitað líður manni aldrei vel þegar maður finnur að það er svolítið óöryggi í mannskapnum. En við sluppum með það. Þær kannski sköpuðu engin færi en voru hættulegar. Það voru sendingafeilar hjá okkur, við töpuðum návígjum og vorum hrædd við að stíga fram á við. Þær voru svolítið til baka inni í sér, og það er vont í fótbolta, en það jákvæða er að við unnum okkur út úr því og náðum að stíga upp og gera þetta betur,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV. Var hann ekki feginn að sjá Hildi skora? „Var það Hildur sem skoraði? Ég sá ekki einu sinni hver skoraði en ég var mjög glaður þegar markið kom. En þegar við vorum með boltann náðum við alveg að skapa eitthvað og búa til hluti. Þetta snýst um að hafa trú á því sem við erum að gera og að líða vel með boltann,“ sagði Þorsteinn sem fagnaði því að eignast tvo nýja markaskorara því Hildur og Diljá voru að skora sitt fyrsta landsliðsmark hvor: „Það er frábært að nýir leikmenn skori. Mér er nákvæmlega sama hver skorar og við fengum tvö mörk í dag, sem dugði og er frábært.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Sjá meira