Jólaskellurnar eru systur jólasveinanna og hafa í áraraðir komið til byggða en enginn hefur tekið neitt sérstaklega eftir þeim. Í vor þegar tekið var til á Þjóðminjasafninu fundust vísur í ævafornu handriti þar sem minnst er á systurnar.

„Íslensku jólasveinarnir eru hluti af okkar menningararfi, við þekkjum flest þessa þréttan sem koma dagana fyrir jól og gefa stilltum börnum í skóinn en þeir eiga fjöldamörg systkini, til dæmis Flotsokku, Tösku og Leppatusku,“ segir Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs á Þjóðminjasafninu í samtali við fréttastofu.

Flotsokka er sólgin í flot og safnar því í sokkana sína, Leppatuska er nefnd eftir Leppalúða föður sínum en hún hefur í gegnum tíðina þrifið upp sóðaskapinn eftir pabba sinn í Grýluhelli og er komin með hálfgerða hreingerningaráráttu.

Taska elskar allt sem glitrar og hefur sankað að sér allskonar dóti í gegnum tíðina, hún er til að mynda sérstaklega veik fyrir jólaskrauti.

„Það var mikið húllumhæ á Þjóðminjasafninu í gær þegar systurnar koma hingað ásamt Grylu og Leppalúða, mömmu sinni og pabba. Það var ótrúlega skemmtilegt,“ segir Kristín.