Hinn látni var 31 árs. Samkvæmt saksóknaranum í Nantes var hann stunginn í bakið. Rannsókn á málinu er hafinn og maður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna morðsins.
Nantes sendi frá sér tilkynningu þar sem félagið vottaði fjölskyldu þess látna samúð sína.
Íþróttamálaráðherra Frakklands, Amelie Oudea-Castera, segir að rannsókn á atvikinu verði að leiða í ljóst hvað nákvæmlega gerðist.
Nantes vann leikinn með einu marki gegn engu. Nantes er í 8. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar en Nice í 2. sæti hennar.