„Fólkið hér er gott“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2023 18:59 Magnús Már Einarsson fósturfaðir Sameer Omran 12 ára sem flúði ásamt frænda sínum Yazan Kawave 14 ára frá Palestínu og komu hingað frá Grikklandi. Fósturmóðir Sameers er Anna Guðrún Ingadóttir. Vísir/Dúi Tveir palestínskir drengir sem dvelja hjá íslenskum fósturfjölskyldum segja hræðilegar aðstæður bíða þeirra verði ákvörðun stjórnvalda um að vísa þeim úr landi að veruleika. Fósturforeldrar drengjanna skora á ráðmenn að sýna hugrekki og veita þeim vernd. Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Frændurnir Sameer Omran 12 ára og Yazan Kawave 14 ára komu hingað í fylgd föðurbróður þeirra fyrir rúmum átta mánuðum frá Grikklandi eftir að hafa yfirgefið fjölskyldur sínar í Palestínu. Þeir hafa síðan þá búið hjá sitt hvorri fósturfjölskyldunni og stundað skóla og íþróttir. Hluti af fjölskyldu þeirra frá Palestínu býr hér á landi og hefur fengið alþjóðlega vernd. Foreldrar þeirra eru hins vegar enn í Palestínu. Þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi fyrir mánuði og hefur ákvörðunin verið kærð til kærunefndar útlendingamála. Magnús Már Einarsson og Anna Guðrún Ingadóttir fósturforeldrar Sameers segja skelfilegt að hugsa til þess að þeir verði mögulega sendir aftur til Grikklands. Yazan hefur búið hjá foreldrum Magnúsar síðustu mánuði. „Þeir hafa aðlagast íslenska lífinu mjög vel. Þeir eru báðir í skóla og fótbolta og gengur vel og eru duglegir að læra íslensku. Það er þyngra en tárum taki að sjá þá ræða við foreldra sína í Palestínu og heyra sprengingar allt í kringum foreldrana. Heimili þeirra eru gjörónýt. Það er ótrúlegt að það eigi að vísa drengjunum úr landi í ömurlegar aðstæður í Grikklandi,“ segir Magnús. Þurftu að betla og fólk hrækti á þá „Þeir áttu hræðilega vist í Grikklandi áður en þeir komu hingað. Þurftu að betla, það var hrækt á þá og þeir lentu í miklum fordómum. Þetta ástand veldur þeim mikilli vanlíðan. Maður heyrir þá bresta í grát oft á dag. Sameer er með martraðir næstum á hverri nóttu og fær kvíðaköst sem maður sér ekki oft hjá tólf ára börnum segir Anna Guðrún Ingadóttir fósturmóðir Sameers Þau skora á íslenska ráðamenn að leyfa drengjunum að búa hér á landi. Þeir Yazan 14 ára og Sameer 12 ára dreymir um að mega búa hér á landi áfram ásamt foreldrum sínum. Vísir/Dúi Skora á þingmenn „Það eru til fordæmi í gegnum tíðina þar sem fólki frá Úkraínu og Afganistan hafa fengið alþjóðlega vernd hér á landi vegna aðstæðna. Ég skora á íslenska þingmenn að gera slíkt hið sama fyrir fólk á flótta frá Palestínu. Ég get ekki ímyndað mér að þingmenn fari glaðir inn í jólahátíðina eftir að hafa vísað þessum tveimur drengjum úr landi,“ segir Magnús. Hér er gott að vera Þeir Yazan Kawave og Sameer Omran eru afar ánægðir með vistina hér á landi og vilja alls ekki snúa til baka. Þeir segja að dvölin á Grikklandi hafi verið hræðileg og í heimalandinu bíði þeirra ekkert annað en húsarústir og örbirgð. Þá dreymir um að geta fengið foreldra sína til Íslands. Þá eru þeir báðir farnir að tala örlitla íslensku. „Mig langar svo að geta búið hérna áfram það er öruggt að vera hér. Fólkið hér er gott,“ segir Yazan. „Hérna á ég vini, spila fótbolta og hér er gott að vera,“ segir Sameer. Í lok viðtalsins vildu þeir koma á framfæri þökkum til allra sem hafa hjálpa þeim hér á landi. Hér að neðan má sjá þau Loga Einarsson og Lenyu Rún ræða málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði