Fjögur mætast í kappræðum Repúblikanaflokksins á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. desember 2023 11:16 Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins uppfylltu skilyrði fyrir þátttöku í þriðju kappræðum forvalsins. Getty Fjögur forsetaefni Repúblikanaflokksins munu mætast í þriðju kappræðum sínum á morgun. Þrýstingur eykst á Chris Christie, sem hefur verið einna duglegastur að tala gegn Donald Trump, á að draga sig í hlé og lýsa yfir stuðningi við Nikki Haley. Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Auk Christie og Haley munu Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy deila sviðinu í Tuscaloosa annað kvöld. Fjórmenningarnir voru þeir einu sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði, meðal annars um 80.000 fjárhagslega stuðningsmenn og yfir sex prósent fylgi í tveimur skoðanakönnunum. Mjög hefur fjarað undan DeSantis, sem áður þótti einn helsti keppinautur Trump um útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann virðist ekki hafa náð til kjósenda né hafa haft neitt bitastætt fram að færa. Þá hefur honum ekki tekist að sækja á Trump í skoðanakönnunum. Þannig þykir Haley nú líklegust til að höggva í hæla Trump, ekki síst eftir að pólitískur armur auðveldis Koch-bræðra lýsti yfir stuðningi við ríkisstjórann fyrrverandi. Haley hefur gengið afar vel að afla fjárframlaga og er sögð sitja á bústnum kosningasjóð. Þrýstingur á Christie Forvalið hefst í Iowa eftir sex vikur og þrýstingur hefur aukist á Christie að stíga til hliðar og helst að lýsa yfir stuðningi við Haley. Stuðningsmenn hans benda hins vegar á að hann sé sá eini af forsetaefnunum sem hefur ekkert dregið undan í gagnrýni sinni á Trump og rödd hans því nauðsynlegt innlegg í kosningabaráttuna. Þá hefur verið bent á að það sé mögulega ekki til svo mikils að vinna fyrir Haley, þar sem fylgi Christie myndi ekki þoka henni nema nokkrum prósentustigum nær Trump, sem leiðir með miklum mun víðast hvar og hefur til að mynda 30 prósenta forskot í New Hampshire. Christie hefur látið hafa eftir sér að ef honum mun ekki ganga vel í New Hampshire muni hann endurskoða heit sitt um að halda kosningabaráttunni áfram allt fram að landsfundi Repúblikanaflokksins. Trump verður, líkt og áður, fjarri góðu gamni á morgun en hann hefur neitað að taka þátt í kappræðum í forvalinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira