Milda þurfi höggið fyrir heimilin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 13:45 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnti í dag kjarapakka flokksins vegna fjárlaga og komandi kjarasamninga á sérstökum blaðamannafundi. „Nú verður að milda höggið fyrir heimilin. Samfylkingin vill aðhald þar sem þenslan er í raun. Það er lykillinn að því að vinna bug á verðbólgunni,“ segir Kristrún í tilkynningu til fjölmiðla. „Á tímum hárra vaxta og verðbólgu er ótrúlegt að ríkisstjórnin sé að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Samfylkingin vill fara aðra leið. Þess vegna kynnum við í dag kjarapakka sem gengur út á að vinna bug á verðbólgunni, með aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru og um leið að milda höggið fyrir heimilin.“ Tímabundin leigubremsa og vaxtabætur til bænda Fimm þúsund heimilum verði hent út úr vaxtabótakerfinu ef fjárlög ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Sömuleiðis lækki fjárheimildir fyrir húsnæðisbætur til leigjenda á milli ára. Segir í tilkynningu Samfylkingarinnar að tillögur kjarapakkans falli undir tvo flokka sem beri yfirskriftina „Mildum höggið fyrir heimilin“ og „Vinnum bug á verðbólgunni.“ Fyrir utan stuðning við skuldsett heimili sé þar meðal annars að finna vaxtabætur fyrir bændur og aðgerðir til að auka húsnæðisöryggi, svo sem með því að ná stjórn á Airbnb, tímabundinni leigubremsu að danskri fyrirmynd og ívilnun til uppbyggingar almennra íbúða. Loks séu í kjarapakkanum tillögur um 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs en þar af sé gert ráð fyrir sex milljörðum til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning. Tekjutillögurnar eru óbreyttar frá þeim kjarapakka sem Samfylkingin kynnti fyrir fjárlög og kjarasamninga í desember í fyrra, að því er segir í tilkynningunni. Kjarapakki_Samfylkingar_2023PDF604KBSækja skjal Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
„Nú verður að milda höggið fyrir heimilin. Samfylkingin vill aðhald þar sem þenslan er í raun. Það er lykillinn að því að vinna bug á verðbólgunni,“ segir Kristrún í tilkynningu til fjölmiðla. „Á tímum hárra vaxta og verðbólgu er ótrúlegt að ríkisstjórnin sé að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur. Samfylkingin vill fara aðra leið. Þess vegna kynnum við í dag kjarapakka sem gengur út á að vinna bug á verðbólgunni, með aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru og um leið að milda höggið fyrir heimilin.“ Tímabundin leigubremsa og vaxtabætur til bænda Fimm þúsund heimilum verði hent út úr vaxtabótakerfinu ef fjárlög ríkisstjórnarinnar verði samþykkt óbreytt. Sömuleiðis lækki fjárheimildir fyrir húsnæðisbætur til leigjenda á milli ára. Segir í tilkynningu Samfylkingarinnar að tillögur kjarapakkans falli undir tvo flokka sem beri yfirskriftina „Mildum höggið fyrir heimilin“ og „Vinnum bug á verðbólgunni.“ Fyrir utan stuðning við skuldsett heimili sé þar meðal annars að finna vaxtabætur fyrir bændur og aðgerðir til að auka húsnæðisöryggi, svo sem með því að ná stjórn á Airbnb, tímabundinni leigubremsu að danskri fyrirmynd og ívilnun til uppbyggingar almennra íbúða. Loks séu í kjarapakkanum tillögur um 24 milljarða aðhald á tekjuhlið ríkissjóðs en þar af sé gert ráð fyrir sex milljörðum til að fjármagna aðgerðir vegna ástandsins í Grindavík, svo sem afkomutryggingu og leigustuðning. Tekjutillögurnar eru óbreyttar frá þeim kjarapakka sem Samfylkingin kynnti fyrir fjárlög og kjarasamninga í desember í fyrra, að því er segir í tilkynningunni. Kjarapakki_Samfylkingar_2023PDF604KBSækja skjal
Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira