Seðlabankastjóri ánægður með tóninn í kjaraviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2023 11:55 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er ánægður með þann tón sem aðilar vinnumarkaðarins hafa slegið í viðræðum um nýjan langtíma kjarasamning. Stöð 2/Ívar Fannar Seðlabankastjóri segir minnkandi einkaneyslu og fjárfestingar og versnandi fjármálaskilyrði sýna að aðgerðir bankans til að draga úr verðbólgu væru að virka. Mjög jákvæður tónn berist nú frá aðilum vinnumarkaðarins varðandi nýja kjarasamninga sem geti leitt til þess að hraðar dragi úr verðbólgu. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi sé traust og eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk.Fjármálaskilyrði hefðu versnað samhliða því sem hægt hefði á efnahagsumsvifum. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs dró skyndilega úr miklum hagvexti sem mældist þá 1,1 prósent.Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þetta í samræmi við það sem Seðlabankinn hefði stefnt að með vaxtahækkunum sínum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunar Jakobsson aðstooðarseðlabankastjóri fjármálastöðugleikanefndar kynna yfirlýsingu nefndarinnar í morgun. Stöð 2/Ívar Fannar „Ef við náum því marki að geta hægt á kerfinu og náð að knýja fram mjúka lendingu, án þess að það komi eitthvað upp í fjármálakerfinu, þá er það mjög jákvætt,“ segir Ásgeir. Greina mætti aukna aðlögun með minni fjárfestingum og neyslu sem hefði farið á flug eftir að faraldrinum lauk. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að samfélagið allt taki þátt í að ná niður verðbólgunni. Þess vegna væri ánægjulegt að heyra þann tón sem nú bærist frá viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýja kjarasamninga. „En það er náttúrlega að mörgu að hyggja ef það verða gerðr svona stórir kjarasamningar þar sem allir hópar sitja við sama borð. Þá eru svo ótal mörg mál sem þarf þá að ræða um. Ég er ekki endilega viss um að þetta verði auðveldir samningar. En mér finnst hins vegar að það sem bæði leiðtogar verkalýðsfélaganna og eins líka samtök atvinnurekenda hafa sagt vera jákvætt,“ segir seðlabankastjóri. Í nýjustu verðbólguspá Seðlabankans var gert ráð fyrir að verðbólga yrði þrálátari en í fyrri spám og að hún yrði um 5 prósent að jafnaði á næsta ári. Verði niðurstaða kjaraviðræðna góð megi hins vegar reikna með að verðbólgan minnki hraðar. „Ef við náum sameiginlegu átaki þá vonandi getum við náð verðbólgu tiltölulega hratt niður. Þá skapað grundvöll fyrir því að við getum lækkað vexti og farið aftur að slaka á peningastefnunni. Þannig að ég bind vonir við það,“ segir Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2023 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21 Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg fyrir gerð langtímakjarasamninga „Við greiðum allt með krónum ekki prósentum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson á þingi SGS sem sett var í dag. Hann sagði að í næstu kjarasamningum yrði áfram lögð áhersla á krónutöluhækkanir og að aðkoma stjórnvalda væri nauðsynleg til að ná að gera langtímakjarasamninga. Samningar sambandsins renna út eftir um þrjá mánuði. 25. október 2023 18:52 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi sé traust og eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk.Fjármálaskilyrði hefðu versnað samhliða því sem hægt hefði á efnahagsumsvifum. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs dró skyndilega úr miklum hagvexti sem mældist þá 1,1 prósent.Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir þetta í samræmi við það sem Seðlabankinn hefði stefnt að með vaxtahækkunum sínum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunar Jakobsson aðstooðarseðlabankastjóri fjármálastöðugleikanefndar kynna yfirlýsingu nefndarinnar í morgun. Stöð 2/Ívar Fannar „Ef við náum því marki að geta hægt á kerfinu og náð að knýja fram mjúka lendingu, án þess að það komi eitthvað upp í fjármálakerfinu, þá er það mjög jákvætt,“ segir Ásgeir. Greina mætti aukna aðlögun með minni fjárfestingum og neyslu sem hefði farið á flug eftir að faraldrinum lauk. Seðlabankastjóri segir mikilvægt að samfélagið allt taki þátt í að ná niður verðbólgunni. Þess vegna væri ánægjulegt að heyra þann tón sem nú bærist frá viðræðum aðila vinnumarkaðarins um nýja kjarasamninga. „En það er náttúrlega að mörgu að hyggja ef það verða gerðr svona stórir kjarasamningar þar sem allir hópar sitja við sama borð. Þá eru svo ótal mörg mál sem þarf þá að ræða um. Ég er ekki endilega viss um að þetta verði auðveldir samningar. En mér finnst hins vegar að það sem bæði leiðtogar verkalýðsfélaganna og eins líka samtök atvinnurekenda hafa sagt vera jákvætt,“ segir seðlabankastjóri. Í nýjustu verðbólguspá Seðlabankans var gert ráð fyrir að verðbólga yrði þrálátari en í fyrri spám og að hún yrði um 5 prósent að jafnaði á næsta ári. Verði niðurstaða kjaraviðræðna góð megi hins vegar reikna með að verðbólgan minnki hraðar. „Ef við náum sameiginlegu átaki þá vonandi getum við náð verðbólgu tiltölulega hratt niður. Þá skapað grundvöll fyrir því að við getum lækkað vexti og farið aftur að slaka á peningastefnunni. Þannig að ég bind vonir við það,“ segir Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2023 ASÍ Atvinnurekendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21 Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg fyrir gerð langtímakjarasamninga „Við greiðum allt með krónum ekki prósentum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson á þingi SGS sem sett var í dag. Hann sagði að í næstu kjarasamningum yrði áfram lögð áhersla á krónutöluhækkanir og að aðkoma stjórnvalda væri nauðsynleg til að ná að gera langtímakjarasamninga. Samningar sambandsins renna út eftir um þrjá mánuði. 25. október 2023 18:52 Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33 Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Forystufólk ASÍ og SA segir alla þurfa að leggjast á eitt Forystufólk Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins er sammála um að gera eigi nýja langtíma kjarasamninga sem skapi stöðugleika og stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Nú eru átta vikur þar til gildandi skammtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út. 5. desember 2023 19:21
Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg fyrir gerð langtímakjarasamninga „Við greiðum allt með krónum ekki prósentum,“ sagði Vilhjálmur Birgisson á þingi SGS sem sett var í dag. Hann sagði að í næstu kjarasamningum yrði áfram lögð áhersla á krónutöluhækkanir og að aðkoma stjórnvalda væri nauðsynleg til að ná að gera langtímakjarasamninga. Samningar sambandsins renna út eftir um þrjá mánuði. 25. október 2023 18:52
Afdrifaríkar átta vikur framundan Það ræðst á næstu átta vikum hvort aðilum vinnumarkaðarins tekst að koma á nýjum langtíma kjarasamningum sem duga til að keyra niður verðbólguna. Ef ekki tekst að fá ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til að sameinast um þetta markmið má reikna með að verðbólga verði áfram mikil og jafnvel aukist. 5. desember 2023 13:33
Reykjavíkurborg tilbúin að draga úr hækkunum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir að borgin sé tilbúin til þess að draga úr boðuðum gjaldskrárhækknum, að því gefnu að aðilar vinnumarkaðar nái saman um hóflegar launahækkanir. 30. nóvember 2023 20:07