Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 18:50 Vladimír Pútín og Sheikh Mohammed bin Zayed Al Nahyan, forsetar Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, í Abu Dhabi í morgun. AP/Sergei Savostyanov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í morgun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ferðaðist hann einnig til Sádi-Arabíu. Hann hefur sjaldan lagt land undir fót frá því innrás Rússlands í Úkraínu hófst í fyrra. Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum. Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Forsetinn ræddi fyrst við Sheikh Mohamed bin Zayed Al Nahyan, forseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en sá sagði Pútín góðan vin sinn og Pútín hét því að segja honum frá stöðunni á „Úkraínu-krísunni“, eins og Pútín orðaði það. Sjá einnig: Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samkvæmt frétt New York Times ræddu þeir á fundi í dag að bæta samskipti ríkjanna og auka samvinnu þeirra. Þeir töluðu einnig um stríðið milli Ísraels og Hamas-samtakanna á Gasaströndinni og innrás Rússa í Úkraínu. Ræddi einnig við krónprinsinn Seinna í dag fór hann svo til Sádi-Arabíu þar sem hann fundaði með krónprinsinum Mohammed bin Salman. Samkvæmt Reuters ætlaði MbS, eins og krónprinsinn er gjarnan kallaður, upprunalega að ferðast til Moskvu en því var breytt. Saman stjórna þeir Pútín og MbS um fimmtungi allrar olíu sem dælt er úr jörðinni á degi hverjum. Þeir eru einnig mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, en fundi hjá OPEC+ var nýverið frestað vegna deilna um olíuframleiðslu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti í dag myndband af forsetaþotu Pútíns, sem fylgt var af fjórum orrustuþotum. Innan OPEC+ er vilji til að draga úr olíuframleiðslu til að hækka verð og sagði orkumálaráðherra Sádi-Arabíu nýverið að yfirvöld í konungsríkinu vildu staðfestingu frá Rússum um að þeir ætluðu að standa við fyrirheit sín um skerta framleiðslu. Í frétt Reuters segir að bæði Pútín og MbS vilji, og þurfi, hærra olíuverð. Deilt sé um hver eigi að bera þungann af niðurskurðinum til að halda verðinu uppi og hvernig staðfesta eigi að dregið hafi verið úr framleiðslu. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Fer sjaldan út fyrir landsteinana Fyrir heimsóknina til Abu Dhabi í morgun, hafði Pútín farið til Kína, Írans og til ríkja sem voru á árum áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna síðan innrásin í Úkraínu hófst. Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) gáfu í mars út handtökuskipun á hendur Pútíns fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin var gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands. Fjölmörgum úkraínskum börnum hefur verið rænt og þau ættleidd til rússneskra fjölskyldna eða komið fyrir á rússneskum stofnunum. Rússar hafa ekki reynt að fela þessi mannrán heldur halda þeir því þess í stað fram að um björgunarstarf sé að ræða. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Handtökuskipunin felur þó í sér að stigi Pútín fæti í eitt af þeim 123 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins, eigi lögreglan í þeim ríkjum að handtaka Pútín. Ísland er eitt af þessum ríkjum.
Vladimír Pútín Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Bensín og olía Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira