Verkfallið komi á „gríðarlega vondum tíma“ Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 21:40 Upplýsingafulltrúi Play segir ferðaþjónustuna ekki mega við fyrirhuguðu verkfalli. Vísir/Vilhelm Flugfélögin Play og Icelandair skoða nú viðbrögð sín við fyrirhuguðu verkfalli flugumferðarstjóra á þriðjudags- og fimmtudagsmorgun í næstu viku. Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Verkfallið mun hafa mikil áhrif á starfsemi félaganna, en eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að fljúga án starfandi flugumferðarstjórnar. „Í fyrsta lagi berum við virðingu fyrir kjarabaráttu og réttinum til að standa í henni. Það er augljóst að það er slæmt að samningar hafi verið lausir svona lengi. En það er alveg ljóst að þetta kemur á versta tíma fyrir ferðaþjónustuna á Íslandi. Þetta er gagngert sett upp til að raska starfsemi flugfélaganna mjög mikið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Haft meiri áhrif en fólk átti sig á Birgir útskýrir að jarðhræringar á Reykjanesskaga hafi haft mikil áhrif á eftirspurn eftir komu til Íslands. Hann segir ferðaþjónustuna ekki eiga við verkföllunum. „Þetta hefur verið miklu þyngra en ég held að fólk geri sér grein fyrir. Þetta kemur á gríðarlega vondum tíma og ég vona innilega að aðilar nái saman og það komi ekki til þess að vinnustöðvun verði,“ segir hann og tekur fram að hann óttist um áhrifin á íslenska ferðaþjónustu í heild sinni. Aðspurður um hvort markmiðið verkfallsins komist ekki til skila verði áhrifin þau sem Birgir lýsi segir hann svo vera, en bendir á að stóru flugfélögin séu ekki viðsemjendurnir í kjaradeilunni. „Við erum bara fórnarlömbin í þessu, og farþegar okkar, hótelin, og ferðaþjónustan á Íslandi,“ segir hann og ítrekar að hann beri virðingu fyrir kjarabaráttunni. „En það er mjög sárt að verða fyrir skaða, því ferðaþjónustan og flugfélögin mega ekki við því.“ Vonar að samningar náist Guðni Sigurðsson, hjá samskiptasviði Icelandair, segir í samtali við fréttastofu að flugfélagið skoði nú stöðuna og skipuleggi hvernig hægt sé að bregðast við breyttri flugdagskrá. Unnið sé að því koma dagskránni þannig fyrir að hún hafi áhrif á sem fæsta farþega. Hann tekur fram, líkt og Birgir, að hann vonist til að samningar milli flugumferðarstjóra og Isavia takist áður en að komi til verkfalla. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Fréttir af flugi Play Icelandair Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira