Heimsmeistaramótið í ruðningi stóð þá yfir í borginni og voru flestir hinna veiku erlendir ferðamenn.
Konan sem lést var frá Grikklandi og var 32 ára.
Rannsókn leiddi í ljós að veikindin mátti rekja til bótúlíneitrunar en bótúlíneitur er taugaeitur af völdum bakteríunnar Clostridium botulinum. Það er stórhættulegt og afar banvænt.
Saksóknarar segja hreinlæti á veitingastaðnum hafa verið ábótavant, ekki síst í tengslum við heimagerða geymsluvöru. Um var að ræða sardínur, sem bornar voru á borð fyrir um 25 gesti.
Yfirmaður veitingastaðarins hefur verið ákærður fyrir manndráp, fyrir að stofna lífi annarra í hættu, fyrir að aðstoða ekki manneskju í nauð og fyrir að selja eitraðan mat, svo eitthvað sé nefnt.
Maðurinn á yfir höfði sér tveggja til fimm ára fangelsi og allt að 600 þúsund evra sekt.