Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 13:29 Kristrún Frostadóttir gagnrýnir að fjöldi fyrirtækja sem leigi út íbúðir komist hjá því að greiða fasteignaskatt eins og fyrirtækjum beri að gera. Vísir Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira