Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 13:29 Kristrún Frostadóttir gagnrýnir að fjöldi fyrirtækja sem leigi út íbúðir komist hjá því að greiða fasteignaskatt eins og fyrirtækjum beri að gera. Vísir Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira