Íbúðarleigufyrirtæki skjóti sér undan skatti Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 13:29 Kristrún Frostadóttir gagnrýnir að fjöldi fyrirtækja sem leigi út íbúðir komist hjá því að greiða fasteignaskatt eins og fyrirtækjum beri að gera. Vísir Fjármálaráðherra segir að rétta þurfi samkeppnisstöðu AirBnB og þeirra fyrirtækja sem væru með íbúðir á leigu og efla samstarf ríkis og sveitarfélaga í eftirliti með þessari starfsemi. Formaður Samfylkingarinnar segir fjölda fyrirtækja koma sér undan því að greiða hærri fasteignagjöld af íbúðaleigu með því að skrá íbúðirnar sem íbúðarhúsnæði. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir. Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur fjármálaráðherra út í stöðu fyrirtækja sem leigja út íbúðir til ferðamanna í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Reglugerð sem ráðherrann hefði sett árið 2018 þegar hún gengdi embætti ferðamálaráðherra hefði haft óæskileg áhrif á markaðinn. „Það virðist nefninlega ríkja ákveðið stjórnleysi þarna. Ekki síst þegar kemur að fyrirtækjum sem eru með fjölda íbúða í skammtímaleigu til ferðamanna,“ sagði Kristrún. Umrædd reglugerð gerði fyrirtækjum með fjölda íbúða í skammtímaleigu kleift að komast hjá því að skrá íbúðirnar sem atvinnuhúsnæði, þótt þær væru sannarlega nýttar í atvinnurekstri. Þannig kæmust fyrirtækin hjá því að greiða fasteignagjöld af atvinnuhúsnæði sem gætu verið allt að tíu sinnum hærri en af íbúðarhúsnæði. „Og nú erum við í þeirri stöðu að íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Fjármála- og efnahagsráðherra sagði sjálfsagt að breyta reglugerð sem sett hefði verið fyrir 6 árum ef á þyrfti að halda. Ljóst væri að breyta þyrfti því umhverfi sem AirBnB starfaði innan. Samkeppnisstaðan milli AirBnB og þeirra sem raunverulega væru í atvinnurekstri væri skökk. Þá þyrfti að vera gott eftirlit með þessari starfsemi og háar sektir við brotum til að fæla fyrirtæki frá svindli. Ríki og sveitarfélög þyrftu að efla samstarf sitt á þessum sviðum. „Það er algerlega augljóst að Reykjavíkurborg hefur tök á því að gera betur til að vita hvað er í gangi í Reykjavík þegar kemur að AirBnB. Ætti mjög gjarnan að gera það. Það myndi ekki standa á mér að fara í frekari aðgerðir til að ná tökum á þessu,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir.
Airbnb Alþingi Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira