Fjárhagsvandi bænda og loftslagshamfarir Halldór Reynisson skrifar 8. desember 2023 11:31 Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Á sama tíma er verið að ræða um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28 að skoða þurfi kolefnisfótspor landbúnaðarins sem er víst töluverður hluti þess loftslagsvanda sem við blasir, sérstaklega framleiðsla á kjöti. Ég held að flestir geti verið sammála um að grípa til aðgerða fyrir íslenska bændur enda er landbúnaður helsta forsenda fyrir byggð í mörgum héröðum landsins, auk heldur sem gæta þarf að fæðuöryggi. Á sama tíma er samt nauðsyn að horfast í augu við að við getum ekki haldið áfram með hefðbundinn landbúnað í sama farinu og áður. Flestar atvinnugreinar þurfa að fara í gegnum róttæka endurskoðun á kolefnisfótspori sínu frammi fyrir þeirri fortakslausu hamfarahlýnun sem nú á sér stað; iðnaður, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, samgöngur auk landbúnaðar. Hamfarir knýja á um breytta hugsun og aðgerðir. Væri hægt að hugsa sér að bændur í hefðbundnum búgreinum væru vörslumenn jarða sinna og afrétta í loftslagsmálum, meira en nú er um leið og dregið væri úr kjötframleiðslu sem er hluti loftslagsvandans? Væri ekki ráð að hluti fjárframlaga sem rætt er um vegna bráðavanda bænda, færu til að endurheimta votlendi og bændur önnuðust þá vinnu? Landnýting er einn stærsti þátturinn í kolefnisfótspori okkar Íslendinga og sérstaklega á það við um framræst votlendi. Það er viðurkennt að fljótvirkasta leiðin til að minnka kolefnisfótspor landsins sé að endurheimta votlendi. Ég sé ekki betur en að hægt sé að sameina hagsmuni bænda og þau stóru skref sem við Íslendingar þurfum að taka í loftslagsmálum. Höfundur er eldri aðgerðarsinni í loftslagsmálum og fyrrverandi smábóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landbúnaður Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Búvörusamningar Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vandi bænda hefur verið í brennidepli upp á síðkastið. Talað er um að 12 milljarða vanti við búvörusamninga til að leysa í bráð. Rætt er um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að leggja fram 1600 milljónir strax til bænda í fjárhagserfiðleikum, þar af 600 milljónir fyrir unga bændur. Á sama tíma er verið að ræða um á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28 að skoða þurfi kolefnisfótspor landbúnaðarins sem er víst töluverður hluti þess loftslagsvanda sem við blasir, sérstaklega framleiðsla á kjöti. Ég held að flestir geti verið sammála um að grípa til aðgerða fyrir íslenska bændur enda er landbúnaður helsta forsenda fyrir byggð í mörgum héröðum landsins, auk heldur sem gæta þarf að fæðuöryggi. Á sama tíma er samt nauðsyn að horfast í augu við að við getum ekki haldið áfram með hefðbundinn landbúnað í sama farinu og áður. Flestar atvinnugreinar þurfa að fara í gegnum róttæka endurskoðun á kolefnisfótspori sínu frammi fyrir þeirri fortakslausu hamfarahlýnun sem nú á sér stað; iðnaður, sjávarútvegur, ferðaþjónusta, samgöngur auk landbúnaðar. Hamfarir knýja á um breytta hugsun og aðgerðir. Væri hægt að hugsa sér að bændur í hefðbundnum búgreinum væru vörslumenn jarða sinna og afrétta í loftslagsmálum, meira en nú er um leið og dregið væri úr kjötframleiðslu sem er hluti loftslagsvandans? Væri ekki ráð að hluti fjárframlaga sem rætt er um vegna bráðavanda bænda, færu til að endurheimta votlendi og bændur önnuðust þá vinnu? Landnýting er einn stærsti þátturinn í kolefnisfótspori okkar Íslendinga og sérstaklega á það við um framræst votlendi. Það er viðurkennt að fljótvirkasta leiðin til að minnka kolefnisfótspor landsins sé að endurheimta votlendi. Ég sé ekki betur en að hægt sé að sameina hagsmuni bænda og þau stóru skref sem við Íslendingar þurfum að taka í loftslagsmálum. Höfundur er eldri aðgerðarsinni í loftslagsmálum og fyrrverandi smábóndi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun