Rúmlega áttatíu tilkynningar vegna auglýsinga á útlensku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2023 14:00 Hér eru tvö dæmi um notkun erlendra hugtaka eða orða í íslenskum auglýsingum. Auglýsingarnar fann fréttamaður á innan við fimm mínútna flakki um netið í morgun. Ekki er víst hvort þessar tilteknu auglýsingar hafi verið tilkynntar til Neytendastofu. Vísir Meira en áttatíu tilkynningar hafa borist Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku síðan viljayfirlýsing var undirrituð um íslenskuátak í auglýsingagerð fyrir tæpum þremur vikum. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir tilkynningum hafa fjölgað mjög. 20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur. Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
20. nóvember síðastliðinn undirrituðu Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennningar- og viðskiptaráðherra viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni til að hvetja til íslenskunotkunar í auglýsingagerð. Almenningur hefur verið hvattur til að tilkynna allt auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu og sú hvatning sannarlega skilað sér. „Frá því að þessi viljayfirlýsing var undirrituð hefur stofnuninni borist 81 ábending. Ég myndi segja að í lang flestum ef ekki öllum tilfellum er þar að ræða auglýsingu sem er á ensku og einstaka tilvik þar sem er eitthvað annað tungumál,“ segir Matthildur Sveinsdóttir, yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu. „Það berast reglulega ábendingar um auglýsingar sem eru ekki á íslensku, svona í gegn um tíðina. Það hefur yfirleitt verið vegna auglýsinga sem eru sérstaklega áberandi í þjóðfélaginu. En þetta er mjög mikil fjölgun.“ Bæði hafi borist tilkynningar vegna auglýsinga sem eru alfarið á ensku og að hluta til. Eftir stutta eftirgrennslan fréttastofu má í þessu samhengi nefna ayglýsingar Hörpu, sem héngu á auglýsingaskiltum í miðbænum, um guided tours, auglýsingar Coca Cola í bíóhúsum sem eru alfarið á ensku og svo auglýsingar með enskum stikkorðum, til dæmis um tax free, premium outlet og meatloaf, eða kjöthleif, sem hefur verið auglýstur til sölu í ákveðinni matvöruverslun. „Það vildi svo til að mjög stuttu eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar þá eru afsláttardagar, Svartur föstudagur, þannig að það hafa komið mjög margar tilkynningar um Black friday auglýsingar. En síðan hafa þetta verið merkingar á Laugavegi, auglýsingar í sjónvarpi sem eru að hluta til á ensku eða að öllu leyti,“ segir Matthildur.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Neytendur Tengdar fréttir Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. 20. nóvember 2023 18:16