Alkóhólismi og fíkn meðal stjórnenda fyrirtækja og stofnana Sigurður Gunnsteinsson skrifar 8. desember 2023 14:00 Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Myndin sem kemur upp í huga margra þegar minnst er á fíknisjúkdóminn er af heimilislausu fólki ráfandi á gangstéttinni, sofandi á bekkjum eða í fangelsi fyrir þjófnað. Þessi mynd er ósönn og fóstrar smán og fordóma. Fíkn virðir ekki starf eða stöðu. Allir geta átt við fíknivanda að stríða, þar með talið áhrifamiklir stjórnendur fyrirtækja og stofnana. Samkvæmt bókinni „Managing your Recovery from Addiction: A Guide for Executives, Senior Managers, and other Professionals“ eftir O.Connell, Carruth og Bevino, glímir um það bil 10% hátt settra stjórnenda við fíknisjúkdóminn. Því miður er þessi vandi að miklu leyti falinn og illa meðhöndlaður. Það getur verið mjög erfitt að takast á við fíknivanda æðstu stjórnenda. Þeir hafa sveigjanlegan vinnutíma, ráða sér að mestu leyti sjálfir, hafa rúm fjárráð og fáir voga sér að anda ofan í hálsmálið á þeim. Allt gerir þetta auðveldara fyrir þá að fela neysluna. Mikil verðmæti geta tapast vegna slæmra ákvarðana og mistaka við slíkar aðstæður. Æðstu stjórnendur geta hindrað undirmenn sína í að finna að vímuefnaneyslu þeirra án þess endilega að hafa á því orð. Óttinn við að missa starf getur kallað á þögn og meðvirkni. Starfsmenn gætu jafnvel varið neyslu yfirmanna í þeim tilgangi að skapa sér stöðu. Möguleiki æðstu stjórnenda til að fela drykkju eða aðra vímuefnaneyslu gerir því erfitt fyrir að greina vandann. Æðstu stjórnendur eru einatt í viðkomandi starfi vegna mikilla hæfileika í samskiptum og stjórnun; þeir eru lausnamiðaðir, kunna að taka áhættu og kunna að taka ákvarðanir. Þessir sömu hæfileikar nýtast til að leyna drykkju eða aðra vímuefnaneyslu og því getur verið ómögulegt að greina vandann utanfrá. Og jafnvel þó vandinn blasi við er hann oft réttlættur með dæmigerðum frösum um að viðkomandi sé „vel fær“ alkóhólisti eða fíkill. Sumir nota skilgreininguna „enn starfandi”. Margir geta fúnkerað í stjórnunarstarfi þrátt fyrir vímuefnaneyslu. Þeir geta átt hamingjusamt heimilislíf og virðast „eðlilegir“ þó að þeir séu haldnir fíknisjúkdómi. En undir slíku yfirborði ríkir það hættuástand sem hér er lýst að ofan. Sem betur fer eru stjórnir og eigendur stofnana og fyrirtækja farin að gefa þessum áhættuþáttum gaum. Mörg fyrirtæki og stofnanir hvetja til og styðja meðferð og bataleiðir, jafnt fyrir almenna starfsmenn sem stjórnendur. Enda hafa viðhorfin breyst. Einstaklingar þurfa ekki lengur að þjást af skömm og samviskubiti vegna sjúkdómsins og geta fengið þá hjálp sem þarf frá sérfræðingum, hlotið bata og upplifað allt annað líf. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi, NCAC.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun