Engin loftslagskrísa ef aðrir hefðu farið íslensku leiðina Bjarki Sigurðsson skrifar 10. desember 2023 14:10 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir Ísland vera fyrirmynd fyrir önnur ríki þegar kemur að mörgum hliðum grænnar orku. Ef aðrar þjóðir hefðu farið fyrr eftir fordæmi Íslands hvað varðar orkumál væri líklegast ekki loftslagskrísa. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er kominn heim af COP28 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem farið hefur fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu daga. Ráðstefnunni lýkur formlega á þriðjudag en margir þeirra ráðamanna sem mættu eru farnir heim. Guðlaugur segir Íslendinga vera fyrirmynd fyrir mörg ríki sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. „Aðrir líta til okkar út af því sem áður var gert í grænni orku á Íslandi. Því ef allar þjóðir færu leiðina sem við fórum þá værum við ekki að horfa á þessi vandamál. Menn eru sérstaklega að horfa til jarðvarmans. Við Íslendingar erum ekki bara stórir hér, þó við verðum að gera betur því við höfum sofið á verðinum, heldur um allan heim og fyrirtæki sem er í stærstum hluta í eigu Íslendinga á fjörutíu prósent af öllum jarðboruholum um allan heim,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur bendir á að ekki sé komin niðurstaða COP28 og að hún komi alla jafna á síðustu stundu. Þó sé gríðarleg lest farin af stað, sérstaklega vegna aðgerða Bandaríkjamanna. „Umfangið á grænum lausnum þar er svo gríðarlegt að maður getur ekki útskýrt það. En aðalatriðið er þetta, heimurinn er að fara grænu leiðina. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga en það er okkar að nýta þau ef við viljum. Það er gott að sjá hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki sem eru nú þegar framarlega, ekki bara í jarðvarmanum,“ segir Guðlaugur. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, er kominn heim af COP28 loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem farið hefur fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu daga. Ráðstefnunni lýkur formlega á þriðjudag en margir þeirra ráðamanna sem mættu eru farnir heim. Guðlaugur segir Íslendinga vera fyrirmynd fyrir mörg ríki sem sendu fulltrúa á ráðstefnuna. „Aðrir líta til okkar út af því sem áður var gert í grænni orku á Íslandi. Því ef allar þjóðir færu leiðina sem við fórum þá værum við ekki að horfa á þessi vandamál. Menn eru sérstaklega að horfa til jarðvarmans. Við Íslendingar erum ekki bara stórir hér, þó við verðum að gera betur því við höfum sofið á verðinum, heldur um allan heim og fyrirtæki sem er í stærstum hluta í eigu Íslendinga á fjörutíu prósent af öllum jarðboruholum um allan heim,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur bendir á að ekki sé komin niðurstaða COP28 og að hún komi alla jafna á síðustu stundu. Þó sé gríðarleg lest farin af stað, sérstaklega vegna aðgerða Bandaríkjamanna. „Umfangið á grænum lausnum þar er svo gríðarlegt að maður getur ekki útskýrt það. En aðalatriðið er þetta, heimurinn er að fara grænu leiðina. Í því felast gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga en það er okkar að nýta þau ef við viljum. Það er gott að sjá hvað það eru mörg íslensk fyrirtæki sem eru nú þegar framarlega, ekki bara í jarðvarmanum,“ segir Guðlaugur.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira