Pabbi segir, mamma segir – bráðum koma dýrðleg jól Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 11. desember 2023 10:31 Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt. Þetta er liður í læsi. Liður í því að einstaklingar séu læsir á umhverfi sitt og skilji við hvað er átt þegar ákveðin málefni ber á góma. Það að vita eykur líkur á að einstaklingar geti tekið þátt í samfélagslegri umræðu og geti haft áhrif og verið þátttakendur í þjóðfélaginu. Það skiptir máli að vera hluti af samfélagi og skilja það. Það eru ekki bara trúarbrögð sem verða eldfim í umræðunni heldur mun fleiri málefni. Við sem tilheyrum samfélagi höfum ólíkar skoðanir og ólíka sýn á hluti og þannig á það að vera. Það er hlutverk okkar sem störfum í skólum að fræða börn án þess að innprenta. Það er okkar að leiða umræðuna inni í skólunum án þess að dæma. Sem kennari hér á landi þá ber mér að vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla og þar sem ég starfa hjá Reykjavíkurborg þá ber mér að vinna eftir þeim stefnum sem borgin innleiðir. Leiðarljós kennara og rauði þráðurinn í öllu skólastarfi er mennskan og læsi í víðu samhengi. Þessu tengjast fjölmargir aðrir þættir því að samfélagið okkar er allskonar. Börn eru einstaklingar sem fæðast í þennan heim og mótast af því umhverfi sem þau eru alin upp í. Menntastefnur eru gerðar til að jafna stöðu barna. Þannig að þau séu upplýst og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar þau eldast og verið þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft er máltæki sem oft er gripið til. Það skiptir máli fyrir börn að hafa góðar fyrirmyndir en það er ekki síður mikilvægt fyrir börn að fræðast um þann heim sem þau lifa í. Fá fræðslu frá fagmenntuðum óháðum aðilum sem hafa lært að vinna með börnum og eiga samtal um málefnið í hópi jafningja. Niðurstöður PISA 2022 sýna að læsi íslenskra barna hefur hrakað og þau virðast einnig hafa minni samkennd en jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Læsisfærni er þjálfuð allan vökutíma barns og börn rækta með sér samkennd ef þau fá að fræðast um tilveru sem er ólík þeirra eigin. Fáfræði elur á fordómum. Ef barn er ekki frætt þá einangrast það í sínum eigin heimi og án orða fer það að nota líkamann til að koma sínu á framfæri. Setjum börnin okkar í fyrsta sæti og hjálpum þeim að skilja þennan heim sem við lifum í miðað við þeirra þroska. Gleðileg jól og góðar samverustundir. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og sáttamiðlari hjá Sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Jól Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Sjá meira
Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt. Þetta er liður í læsi. Liður í því að einstaklingar séu læsir á umhverfi sitt og skilji við hvað er átt þegar ákveðin málefni ber á góma. Það að vita eykur líkur á að einstaklingar geti tekið þátt í samfélagslegri umræðu og geti haft áhrif og verið þátttakendur í þjóðfélaginu. Það skiptir máli að vera hluti af samfélagi og skilja það. Það eru ekki bara trúarbrögð sem verða eldfim í umræðunni heldur mun fleiri málefni. Við sem tilheyrum samfélagi höfum ólíkar skoðanir og ólíka sýn á hluti og þannig á það að vera. Það er hlutverk okkar sem störfum í skólum að fræða börn án þess að innprenta. Það er okkar að leiða umræðuna inni í skólunum án þess að dæma. Sem kennari hér á landi þá ber mér að vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla og þar sem ég starfa hjá Reykjavíkurborg þá ber mér að vinna eftir þeim stefnum sem borgin innleiðir. Leiðarljós kennara og rauði þráðurinn í öllu skólastarfi er mennskan og læsi í víðu samhengi. Þessu tengjast fjölmargir aðrir þættir því að samfélagið okkar er allskonar. Börn eru einstaklingar sem fæðast í þennan heim og mótast af því umhverfi sem þau eru alin upp í. Menntastefnur eru gerðar til að jafna stöðu barna. Þannig að þau séu upplýst og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar þau eldast og verið þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft er máltæki sem oft er gripið til. Það skiptir máli fyrir börn að hafa góðar fyrirmyndir en það er ekki síður mikilvægt fyrir börn að fræðast um þann heim sem þau lifa í. Fá fræðslu frá fagmenntuðum óháðum aðilum sem hafa lært að vinna með börnum og eiga samtal um málefnið í hópi jafningja. Niðurstöður PISA 2022 sýna að læsi íslenskra barna hefur hrakað og þau virðast einnig hafa minni samkennd en jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Læsisfærni er þjálfuð allan vökutíma barns og börn rækta með sér samkennd ef þau fá að fræðast um tilveru sem er ólík þeirra eigin. Fáfræði elur á fordómum. Ef barn er ekki frætt þá einangrast það í sínum eigin heimi og án orða fer það að nota líkamann til að koma sínu á framfæri. Setjum börnin okkar í fyrsta sæti og hjálpum þeim að skilja þennan heim sem við lifum í miðað við þeirra þroska. Gleðileg jól og góðar samverustundir. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og sáttamiðlari hjá Sátt.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun