Trúverðugleiki Íslands í loftslagsmálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 11. desember 2023 14:00 Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra. Íslensk stjórnvöld beita sér á þessum vettvangi fyrir því að loftslagskrísan sé tekin alvarlega. Ein af fjórum helstu áherslum í málflutningi Íslands á aðildarríkjafundinum er að niðurgreiðslum á notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. Tvískinnungur í viðhorfum stjórnvalda 28. nóvember síðastliðinn fékk umhverfis og samgöngunefnd til umfjöllunar frumvarp til laga um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skilafrestur umsagna til nefndarinnar var einni viku síðar og í frumvarpinu kemur fram að það þurfi að afgreiða fyrir áramót. Það er frábært að við séum að innleiða kerfi þar sem sá sem mengar á að borga enda er það ein af meginreglum umhverfisréttar. Skilaboð íslenskra stjórnvalda á COP28 og undanþága Íslands á þessum viðskiptavettvangi fara hinsvegar ekki vel saman. Það skýtur skökku við að lesa frumvarp á sama tíma þar sem rökstutt er að Ísland eigi að fá undanþágu frá losunarheimildakerfinu til þess að fá að gefa flugrekendum gjaldfrjálsar losunarheimildir í tvö ár. Ríkið tekur þær sjálft af sínum heimildum sem færu annars á uppboð og ríkissjóður hefði tekjur af sölu þeirra. Losunarheimildirnar eru því í raun kostaðar með fé sem annars hefði runnið í ríkissjóð. Þetta er ekkert nema niðurgreiðsla á notkun jarðefnaeldsneytis og dregur virkilega úr trúverðugleika íslenskra stjórnvelda á COP28. Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um málið og bent á að allar losunarheimildir skuli vera á ábyrgð þess sem losar og að Ísland eigi ekki að skorast undan ábyrgð með undanþágum. Loftslagskrísan er alvöru krísa og það er ekki hægt að velja og hafna aðgerðum eftir hentisemi. Ef Ísland ætlar að standa undir þeirri ímynd á alþjóðavettvangi að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum eigum við ekki að verða uppvís að því að reyna að skorast undan reglum sem aðrar þjóðir þurfa að lúta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra. Íslensk stjórnvöld beita sér á þessum vettvangi fyrir því að loftslagskrísan sé tekin alvarlega. Ein af fjórum helstu áherslum í málflutningi Íslands á aðildarríkjafundinum er að niðurgreiðslum á notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. Tvískinnungur í viðhorfum stjórnvalda 28. nóvember síðastliðinn fékk umhverfis og samgöngunefnd til umfjöllunar frumvarp til laga um viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir. Skilafrestur umsagna til nefndarinnar var einni viku síðar og í frumvarpinu kemur fram að það þurfi að afgreiða fyrir áramót. Það er frábært að við séum að innleiða kerfi þar sem sá sem mengar á að borga enda er það ein af meginreglum umhverfisréttar. Skilaboð íslenskra stjórnvalda á COP28 og undanþága Íslands á þessum viðskiptavettvangi fara hinsvegar ekki vel saman. Það skýtur skökku við að lesa frumvarp á sama tíma þar sem rökstutt er að Ísland eigi að fá undanþágu frá losunarheimildakerfinu til þess að fá að gefa flugrekendum gjaldfrjálsar losunarheimildir í tvö ár. Ríkið tekur þær sjálft af sínum heimildum sem færu annars á uppboð og ríkissjóður hefði tekjur af sölu þeirra. Losunarheimildirnar eru því í raun kostaðar með fé sem annars hefði runnið í ríkissjóð. Þetta er ekkert nema niðurgreiðsla á notkun jarðefnaeldsneytis og dregur virkilega úr trúverðugleika íslenskra stjórnvelda á COP28. Landvernd hefur sent umhverfis- og samgöngunefnd umsögn um málið og bent á að allar losunarheimildir skuli vera á ábyrgð þess sem losar og að Ísland eigi ekki að skorast undan ábyrgð með undanþágum. Loftslagskrísan er alvöru krísa og það er ekki hægt að velja og hafna aðgerðum eftir hentisemi. Ef Ísland ætlar að standa undir þeirri ímynd á alþjóðavettvangi að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum eigum við ekki að verða uppvís að því að reyna að skorast undan reglum sem aðrar þjóðir þurfa að lúta. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun