Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greinir frá verkefnum lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Þar kemur fram að nokkuð hafi verið tilkynnt um fólk í annarlegu ástandi, meðal annars tvo menn sem voru til vandræða í hverfi 105 í Reykjavík um eittleytið í nótt. Hafi mennirnir ekki haft í nein hús að vegna og var þeim veitt gisting í fangageymslu.
Fram kemur að alls hafi 56 mál voru bókuð í kerfi lögreglu í gærkvöldi og í nótt og sneri stór hluti þeirra að því að ökumenn hafi verið stöðvaðir vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.
Þá segir að um kvöldmatarleytið hafi verið tilkynnt um húsbrot í hverfi 221 í Hafnarfirði og málið afgreitt á vettvangi.
Um miðnætti hafi verið tilkynnt um umferðarslys í hverfi 220 í Hafnarfirði þar sem bíll hafði oltið og skemmst en engin slys orðið á fólki.
Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um þjófnað á tölvubúnaði í Árbæ í Reykjavík og segir að ekki sé vitað hver gerandi sé og er málið í rannsókn.