Rétt að veðja á Íslendinga: „Aldrei kynnst annarri eins eftirspurn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 08:00 Leikmenn íslenska landsliðsins kunna að meta góðan stuðning og fá hann án vafa á EM í janúar. VÍSIR/VILHELM Sú áætlun Þjóðverja að Íslendingar myndu fjölmenna til München á EM karla í handbolta í janúar virðist svo sannarlega hafa gengið upp. Framkvæmdastjóri HSÍ segir áhuga Íslendinga aldrei hafa verið meiri. Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira