Játaði að hafa logið til að taka skellinn í héraðsdómi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2023 15:51 Sakborningar huldu höfuð sín við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vísir/Vilhelm Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rangan framburð fyrir dómi í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019. Með því reyndi hann að taka á sig sök í málinu. Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðslu. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Hann lýsti tildrögum þess að hann ákvað að hefja framleiðslu, leiðinni að sumarhúsinu og framleiðslu efnanna. Framburður hans tók nokkrum breytingum fyrir dómi og sagðist vitnið meðal annars hafa ratað í Borgarnes með því að nota Google Maps en þaðan hafi hann keyrt hjálparlaust. Hann hafði þó lýst því fyrir lögreglu að hann notaði forritið alla leið. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa slegið heimilisfangið inn í símann sinn ef verið væri að fylgjast með honum. Þá gat hann ekki lýst framleiðsluferli amfetamínsins nákvæmlega og sagðist hann meðal annars hafa notað kaffipoka til að ná vökva úr efninu en undirþrýstingsdæla var nauðsynleg til að ná vökvanum úr svo miklu magni. Vitnisburður hans af aðstæðum í sumarhúsinu og framleiðsluferli efnisins breyttust einnig fyrir dómi. Þá kvaðst hann hafa fengið lánaðan búnað til framleiðslunnar hjá pólskum félaga sínum en sá búnaður fannst á heimili hans við húsleit. Honum voru einnig sýndir tveir kaffipokar fyrir dómi sem fundust í sumarhúsinu og á þeim voru handskrifaðir útreikningar. Vitnið gat ekki staðfest það hvort hann hefði ritað á annan pokann og gat hann heldur ekki útskýrt útreikningana. Gögn um notkun á greiðslukorti vitnisins benda einnig til þess að hann hafi verið á ferðinni þann 7. júní og ber vitnisburður hans um framleiðslustig efnisins ekki heim og saman við ástand þess þegar lögreglu bar að garði en þá átti aðeins eftir að þurrka efnið. Var því ekki tekið mark á framburði hans fyrir dómi og fór svo að hann var ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Hann játaði brott sitt fyrir dómi og var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira