Metfjöldi þarf jólaaðstoð og hjálparbeiðnum rignir inn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. desember 2023 12:00 Fleiri barnafjölskyldur en áður en í hópi þeirra sem óska eftir aðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Þau fá gjafakort í fataverslanir fyrir börnin og í bíó. vísir/Vilhelm Metfjöldi hefur leitað jólaaðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Fjöldi sækir um á hverjum degi þrátt fyrir að úthlutun sé lokið og formaður segist ekki ná að sinna öllum eins og er. Mun fleiri barnafjölskyldur þurfi aðstoð. Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“ Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Hjálparsamtök standa fyrir jólaaðstoð um þessar mundir og víðast hvar virðist umsóknum hafa fjölgað þó nokkuð. Petrea A. Ómarsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar segir stóraukinn fjölda hafa leitað til þeirra. „Þetta hefur vanalega verið undir tvö hundruð umsóknum en slagar í hátt í þrjú hundruð núna. Við erum búnar með okkar úthlutun en það koma inn tíu til fimmtán beiðnir á hverjum degi.“ Sem þið getið þá ekki sinnt? „Náum ekki að sinna eins og er, en við erum bara að reyna okkar besta.“ Um er að ræða metfjölda og mun fleiri barnafjölskyldur en áður. „Þetta eru mest allt barnafjölskyldur; fólk með eitt upp í fjögur til fimm börn sem sér ekki fram á að haldið jólin almennilega.“ Fleiri umsóknir bætast við á hverjum degi.vísir/Vilhelm Hún segir Hjálparstarf kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hafa komið til móts við þau auk þess sem samtökin sendu út hjálparkall til almennings til að reyna að halda í við eftirspurn. Það hafi skilað því að þó var hægt að kaupa fleiri gjafakort í til dæmis matvöruverslanir. „Foreldrar unglinga hafa líka verið að fá kort í Sports direct og þau sem eru með yngri börn eru að fá gjafakort í Lindex. Svo erum við með fjölskyldukort í bíó,“ segir Petrea. Mikil neyð ríki í hópi þeirra sem leita til samtakanna. „Fólk er ekki að sækja til okkar nema það sé í mikilli neyð. Fólk er ekki með frekju eða neitt svoleiðis, bara að biðja um hjálp og við erum að reyna að anna því eftir fremsta megni. Ef hlutirnir fara ekki að breytast í þjóðfélaginu er ég hrædd um að þetta eigi eftir að versna mikið, því miður.“
Hjálparstarf Félagsmál Börn og uppeldi Jól Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira