Grunur um að hinir handteknu tengist Hamas Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. desember 2023 17:09 Flemming Drejer og Peter Dahl hjá rannsóknarlögreglunni í Danmörku og lögreglunni í Kaupmannahöfn ræða við blaðamenn síðdegis. EPA-EFE/MARTIN SYLVEST Þýskir saksóknarar fullyrða að þeir þrír sem voru handteknir í Þýskalandi í dag og sá fjórði í Hollandi að beiðni þýskri yfirvalda hafi tengsl við Hamas-samtökin. Þrír til viðbótar voru handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í Danmörku. Allir sjö eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Um þetta var tilkynnt á sérstökum blaðamannafundi í Danmörku fyrr í dag þar sem fram kom að danska lögreglan hefði komist á snoðir um þessar fyrirætlanir með samvinnu við önnur lögregluteymi þvert á landamæri. BBC greinir frá. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt að málið væri með alvarlegasta móti og verða hinir þrír handteknu ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Síðdegis sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í yfirlýsingu á X, áður Twitter, að hinir handteknu hefðu starfað á vegum Hamas samtakanna. Dönsk yfirvöld hafa ekki staðfest með óyggjandi hætti að Hamas tengist málinu en þó hefur Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur sagt að ætluð hryðjuverkaárás sé staðfesting á því að dönskum gyðingum kunni að vera búin hætta. Hann vildi þó ekki fullyrða um hvort grunur væri uppi um að hinir handteknu hefðu haft í hyggju að ráðast á gyðingasamfélagið í Danmörku. Þýskaland Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjöldahandtökur vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka Lögregla í Danmörku hefur handtekið fjölda einstaklinga og framkvæmt húsleit víða um land í samhæfðum aðgerðum í morgun vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka í landinu. 14. desember 2023 10:45 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Um þetta var tilkynnt á sérstökum blaðamannafundi í Danmörku fyrr í dag þar sem fram kom að danska lögreglan hefði komist á snoðir um þessar fyrirætlanir með samvinnu við önnur lögregluteymi þvert á landamæri. BBC greinir frá. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur sagt að málið væri með alvarlegasta móti og verða hinir þrír handteknu ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk. Síðdegis sagði Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels í yfirlýsingu á X, áður Twitter, að hinir handteknu hefðu starfað á vegum Hamas samtakanna. Dönsk yfirvöld hafa ekki staðfest með óyggjandi hætti að Hamas tengist málinu en þó hefur Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra Danmerkur sagt að ætluð hryðjuverkaárás sé staðfesting á því að dönskum gyðingum kunni að vera búin hætta. Hann vildi þó ekki fullyrða um hvort grunur væri uppi um að hinir handteknu hefðu haft í hyggju að ráðast á gyðingasamfélagið í Danmörku.
Þýskaland Danmörk Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjöldahandtökur vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka Lögregla í Danmörku hefur handtekið fjölda einstaklinga og framkvæmt húsleit víða um land í samhæfðum aðgerðum í morgun vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka í landinu. 14. desember 2023 10:45 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Fleiri fréttir „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Sjá meira
Fjöldahandtökur vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka Lögregla í Danmörku hefur handtekið fjölda einstaklinga og framkvæmt húsleit víða um land í samhæfðum aðgerðum í morgun vegna gruns um skipulagningu hryðjuverka í landinu. 14. desember 2023 10:45