Óvíst með fund um helgina og næsta verkfall yfirvofandi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2023 19:04 Sigríður Margét Oddsdóttir framkvæmdastjóri SA, Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara og Arnar Hjálmsson formaður flugumferðarstjóra. Vísir Sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara segir stöðuna í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins snúna. Hún verði í sambandi við samninganefndir um helgina en ekkert hafi verið ákveðið með framhaldið. Verði af næstu vinnustöðvunum flugumferðarstjóra mun það hafa áhrif á næstum hundrað flugferðir. Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara ákvað að fresta fundi í kjaradeilu Flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Hún hefur ekki boðað til nýs fundar. Aðspurð um hvort það megi búast við að hún boði til fundar um helgina svara hún. „Ég þori ekki alveg að segja til um það að svo stöddu en ég mun vera í sambandi við nefndirnar á næstu dögum og taka ákvörðun í samráði við þau.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum í gær að flugumferðarstjórum hefði verið boðið sömu hækkanir og þegar hafi verið samið um við aðrar stéttir. Arnar Hjálmsson formaður flugumferðastjóra sagði þeir horfi til atvinnuflugmanna í sinni kröfugerð. Samtök atvinnulífsins kröfðust þess fyrir Félagsdómi að næsta verkfall flugumferðarstjóra sem boðað er til aðfaranótt mánudags, væri dæmt ólögmætt því ekki hefði verið boðað til þess með lögmætum fyrirvara. Félagsdómur úrskurðaði í dag að það hefði verið gert. Einn af fjórum dómurum skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfur SA. Áhrif á næstum hundrað flugferðir Verði af næstu vinnustöðvun sem boðað er, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun, mun það hafa áhrif á fimmtíu flugferðir á Keflavíkurflugvelli, 18 komuflug og 31 brottfararflug. Flugumferðarstjórar hafa einnig boðað til verkfalls aðfaranótt fimmtudags á sama tíma. Verði að því mun það hafa áhrif á alls 47 flugferðir, 17 komuflug og 47 brottfararflug. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara ákvað að fresta fundi í kjaradeilu Flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Hún hefur ekki boðað til nýs fundar. Aðspurð um hvort það megi búast við að hún boði til fundar um helgina svara hún. „Ég þori ekki alveg að segja til um það að svo stöddu en ég mun vera í sambandi við nefndirnar á næstu dögum og taka ákvörðun í samráði við þau.“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í fréttum í gær að flugumferðarstjórum hefði verið boðið sömu hækkanir og þegar hafi verið samið um við aðrar stéttir. Arnar Hjálmsson formaður flugumferðastjóra sagði þeir horfi til atvinnuflugmanna í sinni kröfugerð. Samtök atvinnulífsins kröfðust þess fyrir Félagsdómi að næsta verkfall flugumferðarstjóra sem boðað er til aðfaranótt mánudags, væri dæmt ólögmætt því ekki hefði verið boðað til þess með lögmætum fyrirvara. Félagsdómur úrskurðaði í dag að það hefði verið gert. Einn af fjórum dómurum skilaði sératkvæði þar sem hann taldi að fallast ætti á kröfur SA. Áhrif á næstum hundrað flugferðir Verði af næstu vinnustöðvun sem boðað er, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun, mun það hafa áhrif á fimmtíu flugferðir á Keflavíkurflugvelli, 18 komuflug og 31 brottfararflug. Flugumferðarstjórar hafa einnig boðað til verkfalls aðfaranótt fimmtudags á sama tíma. Verði að því mun það hafa áhrif á alls 47 flugferðir, 17 komuflug og 47 brottfararflug.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira