Bandarískt herskip skaut niður fjórtán dróna Húta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 23:56 Bandaríska herskipið USS Carney sem staðsett hefur verið á Rauðahafi undanfarna daga. AP Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. Leiðtogar Húta í tilkynntu í síðustu viku að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Síðan þá hefur norskt tankskip orðið fyrir eldflaug Húta auk líberísks flutningaskips. Herskip frá Bandaríkjunum og Frakklandi eru á svæðinu og hafa skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Þá var breska herskipið HMS Diamond sent á svæðið fyrir tveimur vikum til að berjast gegn árásum Húta á skip sem eiga leið um Rauðahafið. Alþjóðlegum viðskiptum ógnað Varnarmálayfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu á X í dag að snemma í morgun hafi herskip þeirra, sem er starfandi á Rauðahafi, skotið niður fjórtán dróna sem skotið var frá yfirráðasvæði Húta í Jemen. Drónunum var skotið niður án þess að skemmdir urðu á skipum á svæðinu eða meiðsli á fólki, samkvæmt upplýsingum frá Centcom. In the early morning hours of December 16 (Sanna time) the US Arliegh Burke-class guided missile destroyer USS CARNEY (DDG 64), operating in the Red Sea, successfully engaged 14 unmanned aerial systems launched as a drone wave from Houthi-controlled areas of Yemen. The UAS were pic.twitter.com/Rjkzng5LxW— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 16, 2023 Fréttaveitan AP hefur eftir Grant Shapps varnarmálaráðherra Bretlands að herskip þeirra, HMS Diamond, hafi skotið niður dróna sem hafði verið miðað á flutningaskip. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konunglegi sjóherinn í Bretlandi skaut niður dróna síðan í Persaflóastríðinu árið 1991. Shapps segir árásir Húta í Jemen á flutningaskip í Rauðahafinu ógna alþjóðlegum viðskiptum og siglingaöryggi. „Bretland er enn staðráðið í að berjast gegn þessum árásum til að vernda frjálst flæði alþjóðlegra viðskipta,“ sagði hann í yfirlýsingu. My full statement on the attack: pic.twitter.com/fEK60ywjpB— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) December 16, 2023 Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingaleið heims. Þar hafa Hútar á undanförnum vikum skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum, en að auki bandarískum og frönskum herskipum. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Uppfært: Áður sagði að bandaríska herskipið hefði skotið niður eldflaugar en í raun voru drónar skotnir niður. Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Leiðtogar Húta í tilkynntu í síðustu viku að skotið yrði á öll skip sem siglt er um Rauðahaf til Ísraels, nema þeim verði einnig siglt til Palestínu með neyðaraðstoð handa íbúum þar. Síðan þá hefur norskt tankskip orðið fyrir eldflaug Húta auk líberísks flutningaskips. Herskip frá Bandaríkjunum og Frakklandi eru á svæðinu og hafa skotið niður þó nokkra dróna og eldflaugar. Þá var breska herskipið HMS Diamond sent á svæðið fyrir tveimur vikum til að berjast gegn árásum Húta á skip sem eiga leið um Rauðahafið. Alþjóðlegum viðskiptum ógnað Varnarmálayfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu á X í dag að snemma í morgun hafi herskip þeirra, sem er starfandi á Rauðahafi, skotið niður fjórtán dróna sem skotið var frá yfirráðasvæði Húta í Jemen. Drónunum var skotið niður án þess að skemmdir urðu á skipum á svæðinu eða meiðsli á fólki, samkvæmt upplýsingum frá Centcom. In the early morning hours of December 16 (Sanna time) the US Arliegh Burke-class guided missile destroyer USS CARNEY (DDG 64), operating in the Red Sea, successfully engaged 14 unmanned aerial systems launched as a drone wave from Houthi-controlled areas of Yemen. The UAS were pic.twitter.com/Rjkzng5LxW— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 16, 2023 Fréttaveitan AP hefur eftir Grant Shapps varnarmálaráðherra Bretlands að herskip þeirra, HMS Diamond, hafi skotið niður dróna sem hafði verið miðað á flutningaskip. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem konunglegi sjóherinn í Bretlandi skaut niður dróna síðan í Persaflóastríðinu árið 1991. Shapps segir árásir Húta í Jemen á flutningaskip í Rauðahafinu ógna alþjóðlegum viðskiptum og siglingaöryggi. „Bretland er enn staðráðið í að berjast gegn þessum árásum til að vernda frjálst flæði alþjóðlegra viðskipta,“ sagði hann í yfirlýsingu. My full statement on the attack: pic.twitter.com/fEK60ywjpB— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) December 16, 2023 Rauðahafið er ein fjölfarnasta siglingaleið heims. Þar hafa Hútar á undanförnum vikum skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum, en að auki bandarískum og frönskum herskipum. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. Til að komast inn í Rauðahaf úr suðri og þaðan gegnum Súes-skurðinn til inn á Miðjarðarhafið þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Uppfært: Áður sagði að bandaríska herskipið hefði skotið niður eldflaugar en í raun voru drónar skotnir niður.
Jemen Átök í Ísrael og Palestínu Skipaflutningar Bandaríkin Bretland Tengdar fréttir Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Enn eitt skipið fyrir eldflaug á Rauðahafi Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það. 15. desember 2023 11:00