Ávísanir geri ekkert til að minnka alvarlegasta skaðann Árni Sæberg skrifar 17. desember 2023 11:02 Bjarni Össurarson Rafnar, geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala, og Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ. Vísir Geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segja það að skrifa út morfíntöflur fyrir fíkla ekki taka á mestu hættunni sem steðjar að þeim. Þau Bjarni Össurarson Rafnar, geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala, og Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, hafa ritað grein um lyfjameðferð í skaðaminnkun. Þau segja tilefni skrifanna umræðu sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Þar vísa þau til máls Árna Tómasar Ragnarssonar, gigtarlæknis sem sviptur var læknaleyfi sínu að hluta á dögunum og má því ekki ávísa lyfjum til sjúklinga sinna. Árni Tómas hefur skrifað talsvert út af lyfjum undanfarin ár en hann aðhyllist skaðaminnkunarúrræði sem til að mynda Frú Ragnheiður hefur keyrt á. „Ég hef starfað sem læknir í 40 ár og í því felst að minnka skaðann af sjúkdómum fólks og láta því líða betur,“ sagði Árni Tómas Ragnarsson í samtali við mbl.is í fyrra. Landlæknir hefur nú gripið í taumana og Árni Tómas hefur verið settur í skammarkrókinn. Fólk sprauti sig áfram Ef marka má skrif þeirra Bjarna og Valgerðar fagna þau ákvörðun Landlæknis um að svipta Árna Tómas valdi til að ávísa morfíni í töfluformi til fíkla sem sprauta sig í æð. Þau segja að beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð sé fyrst og fremst tvenns konar. Fyrst sé sprautunotkunin sjálf, sem beri með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum, til dæmis sýking á hjartalokum, og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði, HIV og lifrarbólga. Síðan sé hættan af lyfjaflokknum sjálfum, sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. „Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmis líffæri.“ Engin gögn styðji aðferðir Árna Tómasar Þau segja grunngildi heilbrigðisstétta vera að valda ekki skaða. Þess vegna verði allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggi fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það sé enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin séu ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. „Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins?“ Góð meðferð þegar til Bjarni og Valgerður segja svo vilja til að mjög góð meðferð sé til við við ópíóíðafíkn. Hún byggi á áratuga rannsóknum sem hafi sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallist viðhaldsmeðferð og byggi á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð sé veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega hafi lyfið methadone verið notað en síðustu tuttugu ár hafi lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan sé að þetta lyf sé öflugt, öruggt og hreinlega verji fólk gegn ofskammti. Ekki sé hægt að sprauta því í æð og það valdi ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð sé buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð, það er að segja þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hafi sífellt lækkað. „Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt í vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Landspítala og VOR teymi Reykjavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu.“ Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Landspítalinn Lyf Tengdar fréttir Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Þau Bjarni Össurarson Rafnar, geðlæknir á fíknigeðdeild Landspítala, og Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, hafa ritað grein um lyfjameðferð í skaðaminnkun. Þau segja tilefni skrifanna umræðu sem hefur átt sér stað vegna ávísana sjálfstætt starfandi læknis á morfíntöflum í nafni skaðaminnkunar, til handa fólks sem sprautar í æð. Þar vísa þau til máls Árna Tómasar Ragnarssonar, gigtarlæknis sem sviptur var læknaleyfi sínu að hluta á dögunum og má því ekki ávísa lyfjum til sjúklinga sinna. Árni Tómas hefur skrifað talsvert út af lyfjum undanfarin ár en hann aðhyllist skaðaminnkunarúrræði sem til að mynda Frú Ragnheiður hefur keyrt á. „Ég hef starfað sem læknir í 40 ár og í því felst að minnka skaðann af sjúkdómum fólks og láta því líða betur,“ sagði Árni Tómas Ragnarsson í samtali við mbl.is í fyrra. Landlæknir hefur nú gripið í taumana og Árni Tómas hefur verið settur í skammarkrókinn. Fólk sprauti sig áfram Ef marka má skrif þeirra Bjarna og Valgerðar fagna þau ákvörðun Landlæknis um að svipta Árna Tómas valdi til að ávísa morfíni í töfluformi til fíkla sem sprauta sig í æð. Þau segja að beinn skaði á líkamlega heilsu einstaklinga sem sprauta í æð sé fyrst og fremst tvenns konar. Fyrst sé sprautunotkunin sjálf, sem beri með sér hættu á alvarlegum bakteríusýkingum, til dæmis sýking á hjartalokum, og veirusýkingum sem smitast milli manna með blóði, HIV og lifrarbólga. Síðan sé hættan af lyfjaflokknum sjálfum, sem í tilfelli ópíóíða er dauði við ofskammt. „Að skrifa morfíntöflur á stofu tekur ekki á neinum af þessum þáttum. Fólk sprautar sig áfram og er áfram í hættu hvað varðar sýkingar og ofskammt. Vissulega veit neytandinn hversu mikið magn er í hverri töflu sem gæti minnkað hættu á ofskammti. Hins vegar eru töflur ekki hannaðar til að sprauta þeim muldum beint í æð, í þeim eru margs konar aukaefni sem geta haft skaðleg áhrif á ýmis líffæri.“ Engin gögn styðji aðferðir Árna Tómasar Þau segja grunngildi heilbrigðisstétta vera að valda ekki skaða. Þess vegna verði allar meðferðir og inngrip að hafa traustan vísindalegan grunn. Engin vísindaleg gögn liggi fyrir sem sýna fram á að ávísun morfíns á töfluformi á stofu minnki skaða hjá fólki sem sprautar í æð. Það sé enginn eðlismunur á að ávísa morfíntöflum eða OxyContin, bæði efnin séu ópíóíðar sem valda dauða í ofskammti. „Hver er ábyrgð læknis ef einstaklingur í fíknivanda fær hjá honum ávísað morfíntöflum og deyr síðan úr ofskammti? Eða þá þegar þriðji aðili deyr sem keypti efnið af skjólstæðingi læknisins?“ Góð meðferð þegar til Bjarni og Valgerður segja svo vilja til að mjög góð meðferð sé til við við ópíóíðafíkn. Hún byggi á áratuga rannsóknum sem hafi sýnt frábæran árangur. Meðferðin kallist viðhaldsmeðferð og byggi á reglulegum stuðningi fagaðila ásamt lyfjagjöf. Þessi meðferð sé veitt hjá SÁÁ og í minna mæli á fíknigeðdeild Landspítala. Upprunalega hafi lyfið methadone verið notað en síðustu tuttugu ár hafi lyfið buprenorphine (Suboxoneâ, Buvidalâ) tekið við. Ástæðan sé að þetta lyf sé öflugt, öruggt og hreinlega verji fólk gegn ofskammti. Ekki sé hægt að sprauta því í æð og það valdi ekki dauða í ofskammti. Í seinni tíð sé buprenorphine í vaxandi notkun hjá þeim sem stunda skaðaminnkandi meðferð, það er að segja þröskuldur fyrir að ávísa þessu örugga lyfi hafi sífellt lækkað. „Ef styðja á enn frekar skaðaminnkun fyrir fólk sem sprautar ópíóíðum í æð, ætti að styðja við ráðlagða lyfjameðferð (viðhaldsmeðferð) sem nú er veitt í vel skilgreindu og faglegu umhverfi og auðvelda aðgengi að henni t.d. í nær umhverfi með faglegri skaðaminnkun. Lyfjagjöf er einungis einn af mörgum þáttum skaðaminnkunar. Skaðaminnkun er mikilvæg og er í dag stunduð af mörgum aðilum á Íslandi t.d. Frú Ragnheiði, SÁÁ, geðdeild og smitsjúkdómadeild Landspítala og VOR teymi Reykjavíkurborgar. Stefnumörkun í þessum málaflokki stendur nú yfir í Heilbrigðisráðuneytinu.“
Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Landspítalinn Lyf Tengdar fréttir Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Segir sviptingu Árna Tómasar mögulega ekki hugsaða til enda Greint var frá því í gær að Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir hafi verið sviptur læknaleyfi sínu að hluta og gæti ekki lengur ávísað lyfjum til sjúklinga sinna. Árni hefur aðstoðað hóp fíkla en hann aðhyllist skaðaminnkandi úrúrræði. 15. desember 2023 08:30