Fótbolti

Sóknar­leikur Barcelona í molum

Siggeir Ævarsson skrifar
Robert Lewandowski er kominn með 8 mörk í 15 leikjum
Robert Lewandowski er kominn með 8 mörk í 15 leikjum Vísir/Getty

Barcelona lék sinn þriðja deildarleik í röð án sigurs í gær þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á útivelli. Framherjar Barcelona virðast heillum horfnir þessa dagana.

Í síðustu átta leikjum í öllum keppnum hefur Barcelona aðeins skorað ellefu mörk. Varnarleikurinn hefur svo sem ekki verið mikið vandamál, ef frá er talið 2-4 tap gegn toppliði Girona.

Hin 35 ára markamaskína Robert Lewandowski fer fyrir sókn Barcelona og er kominn með átta mörk í 15 leikjum í deildinni. Ekki alslæm tölfræði þó það sé greinilega aðeins farið að hægjast á honum. Tölfræði félaga hans á vængjunum er ekki jafn vænleg. Joao Felix er kominn með þrjú mörk í 14 leikjum og Ralphina tvö mörk í 13 leikjum.

Vandamál Barcelona liggur ekki í því að liðið sé ekki að skapa sér færi. Af öllum liðum deildarinnar hefur ekkert lið búið til jafn mörg stór marktækifæri, eða 51 alls í 16 leikjum. Að sama skapi hefur ekkert lið brennt af jafn mörgum slíkum færum, eða 44 alls.

Marktækifærin láta ekki á sér standaSkjáskot

Þrátt fyrir þessa markaþurrð er liðið enn í toppbaráttu, í þriðja sæti, sex stigum á eftir toppliði Girona sem á leik til góða gegn Alavés á morgun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×