Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 12:05 Valdimar Þór Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson @vikingurfc Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi er einn leikmannanna landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Guðni Fjóluson. Hann er 34 ára miðvörður með mikla reynslu sem hafði náð inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins áður en hann sleit krossband í hné haustið 2021, en síðan þá hefur hann ekki getað spilað fótbolta. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021, skömmu áður en hann sleit svo krossband í hné.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Guðni var síðustu ár á mála hjá Hammarby í Svíþjóð en hefur einnig leikið í Noregi, Rússlandi og Belgíu, eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með Fram. Víkingar kynntu einnig Valdimar Þór Ingimundarson, 24 ára miðjumann sem sló í gegn með Fylki og skoraði átta mörk í 14 leikjum sumarið 2020 áður en hann var seldur til Strömsgodset í Noregi. Valdimar Þór Ingimundarson var magnaður með Fylki áður en hann hélt í atvinnumennsku sumarið 2020.VÍSIR/VILHELM Valdimar var hjá Strömsgodset í tvö ár en hefur tvö síðustu tímabil leikið með Sogndal í næstefstu deild Noregs, og skorað sjö mörk á hvorri leiktíð. Valdimar á að baki tvo A-landsleiki og ellefu leiki með U21-landsliðinu. Þriðji leikmaðurinn er svo markvörðurinn ungi Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem er Njarðvíkingur en kemur til Víkings frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves. Pálmi Rafn er nýorðinn tvítugur og hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Víkingar misstu eftir síðasta tímabil markvörðinn Þórð Ingason sem lagði hanskana á hilluna. Valdimar og Pálmi skrifuðu báðir undir fjögurra ára samning við Víking en samningur Jóns Guðna er upp á tvö ár. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi er einn leikmannanna landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Guðni Fjóluson. Hann er 34 ára miðvörður með mikla reynslu sem hafði náð inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins áður en hann sleit krossband í hné haustið 2021, en síðan þá hefur hann ekki getað spilað fótbolta. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021, skömmu áður en hann sleit svo krossband í hné.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Guðni var síðustu ár á mála hjá Hammarby í Svíþjóð en hefur einnig leikið í Noregi, Rússlandi og Belgíu, eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með Fram. Víkingar kynntu einnig Valdimar Þór Ingimundarson, 24 ára miðjumann sem sló í gegn með Fylki og skoraði átta mörk í 14 leikjum sumarið 2020 áður en hann var seldur til Strömsgodset í Noregi. Valdimar Þór Ingimundarson var magnaður með Fylki áður en hann hélt í atvinnumennsku sumarið 2020.VÍSIR/VILHELM Valdimar var hjá Strömsgodset í tvö ár en hefur tvö síðustu tímabil leikið með Sogndal í næstefstu deild Noregs, og skorað sjö mörk á hvorri leiktíð. Valdimar á að baki tvo A-landsleiki og ellefu leiki með U21-landsliðinu. Þriðji leikmaðurinn er svo markvörðurinn ungi Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem er Njarðvíkingur en kemur til Víkings frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves. Pálmi Rafn er nýorðinn tvítugur og hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Víkingar misstu eftir síðasta tímabil markvörðinn Þórð Ingason sem lagði hanskana á hilluna. Valdimar og Pálmi skrifuðu báðir undir fjögurra ára samning við Víking en samningur Jóns Guðna er upp á tvö ár.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira