Segir fjárlögin ekki endurspegla veruleikann í íslensku samfélagi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2023 15:48 Þingflokksformaður Viðreisnar segir að þær breytingar sem gerðar voru á raforkufrumvarpinu hafi verið of róttækar til að hægt væri að samþykkja þær án frekari umræðu og umsagna enda komu breytingarnar fram í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Dagana fyrir þinghlé voru afgreidd mörg stór mál sem varða losunarheimildir, gistináttaskatt, húsnæðismál Grindvíkinga og kílómetragjald fyrir eigendur rafknúinna ökutækja, lög um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir svo fátt eitt sé nefnt. Þá voru fjárlögin samþykkt með halla sem nemur 51 milljarði króna sem Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar þykir allt of mikill. Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé. Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé.
Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent