„Miðað við stærðina er þetta frekar stórt gos,“ segir hann.
„Það er ómögulegt að segja,“ segir Víðir aðspurður um hvort gosið ógni byggð í Grindavík, en eins og staðan er núna gerir gosið það ekki. Það rennur nú í átt að varnargörðum og í átt að Grindavíkurvegi. „Sem betur fer virðist þetta vera að fara bestu leið.“
Víðir biðlar til fólks sem er í Grindavík að fara þaðan. Fólk eigi ekki að hafa verið þar, en vitað sé að fólk hafi verið þar undanfarið í leyfisleysi.
Einnig biðlar hann til fólks að gefa viðbraðgsaðilum frið til að tryggja öryggi.
Víðir telur að enginn hafi verið í hættu þegar gosið hófst. Einhverjir hafi verið að vinna í grennd við Reykjanesskaga í kvöld en farið þegar skjálftahrina hófst í kvöld.