Á viðburði vegna sýningar bíómyndarinnar Killers of the Flower Moon ræddi DiCaprio um fótbolta og spurði meðal annars „hvað er Arsenal?“
Özil, sem er fyrrverandi leikmaður Arsenal, var fljótur að hugsa og sendi DiCaprio smá pillu.
„Arsenal er eldra en 25 ára ... svo af hverju ætti hann að vita?“ skrifaði Özil á Twitter og vísaði þar til kvennamála DiCaprios sem virðist ekki vilja hafa kærusturnar sínar eldri en 25 ára.
Arsenal Football Club is older than 25 years so why should he know? #YaGunnersYa https://t.co/hSBnt69NO2
— Mesut Özil (@M10) December 16, 2023
Líklegt verður þó að teljast að DiCaprio hafi verið að grínast með ummælum sínum um Arsenal enda hefur hann sést á nokkrum fótboltaleikjum í gegnum tíðina, meðal annars í Meistaradeild Evrópu.
Özil lék með Arsenal í átta ár, alls 254 leiki og skoraði 44 mörk. Hann varð fjórum sinnum bikarmeistari með Arsenal.