Lærir húsasmíði í hjólastól: „Reyni að gera allt sem ég gerði fyrir slys“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2023 10:33 Sigurjón mun úskrifast næsta vor. Sigurjón Heiðar Sigurbjörnsson lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að notast við hjólastól eftir að hafa lent í alvarlegu slysi í september fyrir tveimur árum. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti þennan hressa og skemmtilega nemanda í húsasmíði á Sauðárkróki á dögunum. Sigurjón Heiðar er nítján ára frá bænum Litla Garði í Hegranesi í Skagafirði. Þrátt fyrir að hann sé í hjólastól þá lætur hann ekkert stoppa sig. Hann mun útskrifast sem húsasmiður næsta vor ef allt gengur upp. Sigurjón er í hjólastól eftir slys sem hann lenti í í september 2021. „Við vorum þrír unglingar sem vorum á rúntinum í Skagafirði og urðum við fyrir því óhappi að keyra út af og endum ofan í skurði. Ég er sá eini sem slasast, sem betur fer, og svo tók við erfiður tími eftir það,“ segir Sigurjón sem var í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var tíu mánuði fyrir sunnan í endurhæfingu og mikið til að á Grensás sem er alveg frábær staður. Þetta gerist út af hálku og við vorum öll allsgáð, enda á miðvikudagskvöldi. Það var rosalega skrýtið að þegar maður ætlaði að fara hoppa út úr bílnum að maður gat ekki gert neitt.“ Sjonni segist vera með hlutaskaða eftir slysið. „Ég er svona fimmtíu prósent í löppunum og með smá hreyfigetu en ekkert eins og venjulega manneskja en get svona staulast aðeins. Ég er allan sólarhringinn í hjólastól sem er áskorun en þetta fer allt eftir því hvernig maður vill horfa á þetta. Ég reyni að gera allt sem ég gerði fyrir slys. Ég er duglegur að fara út á lífið og svona, maður verður bara að redda sér.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni inni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Lærir húsasmíði í hjólastól Ísland í dag Skagafjörður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Björn plokkar í stað Höllu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Sigurjón Heiðar er nítján ára frá bænum Litla Garði í Hegranesi í Skagafirði. Þrátt fyrir að hann sé í hjólastól þá lætur hann ekkert stoppa sig. Hann mun útskrifast sem húsasmiður næsta vor ef allt gengur upp. Sigurjón er í hjólastól eftir slys sem hann lenti í í september 2021. „Við vorum þrír unglingar sem vorum á rúntinum í Skagafirði og urðum við fyrir því óhappi að keyra út af og endum ofan í skurði. Ég er sá eini sem slasast, sem betur fer, og svo tók við erfiður tími eftir það,“ segir Sigurjón sem var í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég var tíu mánuði fyrir sunnan í endurhæfingu og mikið til að á Grensás sem er alveg frábær staður. Þetta gerist út af hálku og við vorum öll allsgáð, enda á miðvikudagskvöldi. Það var rosalega skrýtið að þegar maður ætlaði að fara hoppa út úr bílnum að maður gat ekki gert neitt.“ Sjonni segist vera með hlutaskaða eftir slysið. „Ég er svona fimmtíu prósent í löppunum og með smá hreyfigetu en ekkert eins og venjulega manneskja en get svona staulast aðeins. Ég er allan sólarhringinn í hjólastól sem er áskorun en þetta fer allt eftir því hvernig maður vill horfa á þetta. Ég reyni að gera allt sem ég gerði fyrir slys. Ég er duglegur að fara út á lífið og svona, maður verður bara að redda sér.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni inni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Lærir húsasmíði í hjólastól
Ísland í dag Skagafjörður Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Björn plokkar í stað Höllu Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira