„Ég er í smá afneitun um að gera þetta af því að ég er svo heimakær“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 10:01 Íslenska frjálsíþróttaafreksparið Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Guðni Valur Guðnason. Vísir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er að flytja út til Svíþjóðar þar sem hún mun hefja æfingar með sænsku frjálsíþróttaliði. Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Guðbjörg Jóna segir frá flutningum sínum í viðtali á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands en Guðbjörg Jóna er fremsta spretthlaupskona landsins. Guðbjörg æfði með sænska liðinu MAI (Malmö Allmänna Idrottsförening) í nokkrar vikur í október og leyst það vel á aðstæður að hún ákvað að fara þangað eftir áramót. „Ég ákvað að prófa nýtt umhverfi æfingalega séð og leist bara svona líka vel á mig í Malmö þannig ég er að fara að flytja þangað um áramótin. Ég kem líka eitthvað heim til að keppa og mögulega æfa líka. Þetta er aðallega hugsað til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Guðbjörg Jóna í viðtali við heimasíðu FRÍ. Guðbjörg ætlar ekki að slaka mikið á milli æfinga því hún mun einnig reyna að hefja þar Mastersnám í háskólanum í Lundi. „Ég ætla líka, á meðan ég er að æfa, að sækja um mastersnám í háskólanum í Malmö eða háskólanum í Lundi, er ekki alveg búin að ákveða mig. Ég ætla allavega að æfa og keppa fram í ágúst því að þá byrjar námið. Þannig ég ætla bara að sjá hvort ég komist ekki alveg örugglega inn,“ sagði Guðbjörg. Að hennar mati var kominn tími á að gera eitthvað öðruvísi. „Mig er búið að langa að prufa eitthvað nýtt í einhvern tíma og ég held að það sé bara hollt og gott fyrir alla að prufa nýtt umhverfi svona ef maður getur. Ég hafði tækifæri til þess þannig ég ákvað bara að skella mér,“ sagði Guðbjörg. „Ég er í smá afneitun um að gera þetta því ég er svo heimakær, en þetta er eitthvað sem ég þarf að gera til þess að fara út fyrir þægindarammann. Ég held að maður verði bara betri íþróttamaður að fara út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt“ sagði Guðbjörg. Guðbjörg er að fara í í æfingabúðir með liðinu frá 1. til 16. janúar þannig að hún og Guðni Valur, kærastinn hennar, fara út þann 27. desember. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var talað um að Guðni Valur væri líka að flytja út en það er ekki rétt. Hann mun æfa hér áfram heima með stefnuna á að komast á Ólympíuleikana í París. Það má lesa allt viðtalið hér. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni